Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir 21. nóvember 2006 19:37 Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira