Viðskipti erlent

Volvo innkallar 360.000 bíla í Bandaríkjunum

Volvo C70.
Volvo C70.

Bandaríska umferðaöryggisstofnunin (NHTSA) hefur skikkað bílaframleiðandann Volvo, dótturfyrirtæki Ford, til að innkalla 360.000 bíla í Bandaríkjunum vegna galla í rafeindastýrðri eldsneytisgjöf bílanna.

Um er að ræða bíla frá Volvo sem voru framleiddir á árunum 1999 til 2002 og eru af ýmsum gerðum, svo sem blæjubílar, af gerðinni C70, S60, S70, S80, V70, V70XC og XC70.

Christer Gustafsson, talsmaður Volvo, segir fyrirtækið ætla að framfylgja úrskurðinum en lokafrestur til þess stendur fram í miðjan mars á næsta ári. Fyrirtækið hefur þegar lagað gallann í um 165.000 bílum.

Gustafsson vildi hins vegar ekki segja til um hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækið.

Einungis þarf að laga hugbúnað í bílunum, sem stýrir eldsneytisgjöfinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×