Innlent

Svafa Grönfeldt er nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Dr. Svafa Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskóla Íslands í stað Guðfinnu S. Bjarnadóttur, sem hefur verið rektor skólans frá stofnun hans, 1998. Guðfinna hlaut 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í vor og fer því að öllum líkindum inn á þing fyrir flokkinn.

Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs HR tilkynnti starfsmönnum skólans þetta á fundi sem haldinn var klukkan 15:30 í dag

Svafa er doktor í vinnumarkaðsfræði og stjórnun frá London School of Economics. Hún lauk meistaranámi í stjórnunar- og boðskiptafræðum frá Florída Institute of Technology og er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands.

Svafa hefur verið lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í nær áratug og starfaði einnig um tíma sem lektor við viðskiptadeild HR. Svafa var jafnframt framkvæmdastjóri og meðeigandi Gallup (nú Capacent) í 9 ár og starfaði þar við rannsóknir og ráðgjöf fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Árið 2004 var Svafa ráðin framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis og árið 2005 varð hún aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×