Viðskipti erlent

Scania fellir tilboð MAN

Vöruflutningabíll frá Scania.
Vöruflutningabíll frá Scania.

Stjórn sænska vörubílaframleiðandans Scania hefur fellt óvinveitt yfirtökutilboð þýska samkeppnisaðilans MAN í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 10,2 milljarða evrur eða um 942 milljarða íslenskra króna.

Þetta var í annað sinn sem sænsku framleiðendurnir fella tilboð MAN félagið.

Þá hefur stjórn Scania jafnframt ákveðið að greiða hluthöfum í félaginu allt að 50 sænskar krónur á hlut á næsta ári sérstaklega til að bæta þeim upp hagnaðartap sem þeir tóku á sig fyrir að fella tilboðið.

Það var Wallenbergfjölskyldan sænska, einn stærsti hluthafinn í Scania með um 30,6 prósent hlutafjár, sem var mótfallin tilboði MAN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×