Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi 27. nóvember 2006 18:30 Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi. MYND/Einar Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Jón H. Snorrason hefur frá upphafi staðið í eldlínunni hjá embætti ríkislögreglustjóra sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu mun Jón taka við starfi aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem tekur til starfa um áramótin. Jón vildi ekki staðfesta þetta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Jón mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra í máli þar sem kæra Baugsmanna var þingfest en þeir krefjast þess að rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði úrskurðuð ólögmæt. Til vara krefjast Baugsmenn þess að Haraldur Johannessen, Jóni H. Snorrasyni saksóknara og öllum starfsmönnum embættisins verði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í kærunni eru talin upp ýmis ummæli ríkislögreglustjóra og hans manna í fjölmiðlum sem Baugsmenn vilja meina að sýni að þeir hafi fyrirfram ákveðið sakborningar séu sekir. Jón H. Snorrason fór fram á rúmlega viku frest til þess að skila greinagerð vegna málsins og virtist það vefjast fyrir lögmönnum Baugsmanna. Eftir að lögmennirnir fengu hlé á réttarhaldinu, til að funda með Jóni í einrúmi, féllust þeir þó á að hann fengi frestinn gegn því að málflutningur yrði fljótlega eftir að greinagerð yrði skilað. Líklegt má telja að Jón muni í næstu viku mæta fyrir hönd ríkislögreglustjóra í dómsal síðasta sinn. Fréttir Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Jón H. Snorrason hefur frá upphafi staðið í eldlínunni hjá embætti ríkislögreglustjóra sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu mun Jón taka við starfi aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem tekur til starfa um áramótin. Jón vildi ekki staðfesta þetta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Jón mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra í máli þar sem kæra Baugsmanna var þingfest en þeir krefjast þess að rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði úrskurðuð ólögmæt. Til vara krefjast Baugsmenn þess að Haraldur Johannessen, Jóni H. Snorrasyni saksóknara og öllum starfsmönnum embættisins verði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í kærunni eru talin upp ýmis ummæli ríkislögreglustjóra og hans manna í fjölmiðlum sem Baugsmenn vilja meina að sýni að þeir hafi fyrirfram ákveðið sakborningar séu sekir. Jón H. Snorrason fór fram á rúmlega viku frest til þess að skila greinagerð vegna málsins og virtist það vefjast fyrir lögmönnum Baugsmanna. Eftir að lögmennirnir fengu hlé á réttarhaldinu, til að funda með Jóni í einrúmi, féllust þeir þó á að hann fengi frestinn gegn því að málflutningur yrði fljótlega eftir að greinagerð yrði skilað. Líklegt má telja að Jón muni í næstu viku mæta fyrir hönd ríkislögreglustjóra í dómsal síðasta sinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira