Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Magnús Stefánssonar, félagsmálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingarorlof. Frumvarpið felur það í sér að umönnunarbætur falla ekki niður á meðan að einstaklingar eru í fæðingarorlofi.
Ríkisstjórnin samþykkti einnig í morgun frumvarp um ættleiðingarstyrki til þeirra sem ættleiða börn erlendis frá.