Guðni tekur undir orð Jóns 28. nóvember 2006 13:58 MYND/GVA Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira