Þagnar rokkið? 30. nóvember 2006 16:18 Tónlistarþróunarmiðstöðin við Hólmaslóð. Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum