Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð 1. desember 2006 08:38 Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur. Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur.
Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira