Innlent

Seðlabankinn skráir 25 nýja gjaldmiðla

Ísraelskur sikill, kínverskt júan, ungversk forinta og pólskt slot er meðal þeirra 25 gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands byrjaði að skrá í dag en skráning miðgengis þeirra er birt á heimasíðu bankans. Gjaldmiðlarnir 25 bætast við þá tíu gjaldmiðla sem hingað til hafa verið skráðir hjá bankanum, en bæði kaup-, sölu- og miðgengi þessarra gjaldmiðla hefur verið skráð.

Hinir nýju gjaldmiðlar eru sem hér segir:

Kínverskt júan CNY

Rússnesk rúbla RUB

Pólskt slot PLN

Eistnesk króna EEK

Lettneskt lat LVL

Litháenskt litas LTL

Nígersk næra NGN

Tævanskur dalur TWD

Suðurkóreskt vonn KRW

Súrinamskur dalur SRD

Ástralíudalur AUD

Ný-Sjálenskur dalur NZD

Hong Kong dalur HKD

Ungversk forinta HUF

Ísraelskur sikill ILS

Suður-Afrískt rand ZAR

Singapúrskur dalur SGD

Mexíkóskur pesi MXN

Maltnesk líra MTL

Tyrknesk líra TRY

Króatísk kúna HRK

Indverks rúpía INR

Búlgarskt lef BGN

Tékknesk króna CZK

Brasilískt ríal BRL




Fleiri fréttir

Sjá meira


×