Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar 1. desember 2006 16:47 Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. MYND/Vísir Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum." Fréttir Innlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Sjá meira
Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum."
Fréttir Innlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Sjá meira