Ólund í Frjálslyndum 1. desember 2006 18:48 Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira