Samkeppniseftirlitið virðist telja frumvarp um Ríkisútvarpið ohf, eins og það er núna, fela í sér samkeppnislega mismunun, með tilliti til þess að RÚV eigi áfram að starfa á auglýsingamarkaðnum og jafnframt njóta ríkisstyrkja.
Þetta kemur fram í áliti Páls Gunnars Pálssonar forstjóra eftirlitsins, sem lagt var fyrir Menntamálanefnd við vinnslu frumvarpsins. Páll Gunnar bendir á tvær leiðir til að koma í veg fyrir mismunun, en hvorug leliðin er farin í frumvarpinu.
Í áliltinu segir meðal annars að rök standi til þess að þáttaka RÚV á auglýsingamarkaði hafi haft þau áhrif að ekki starfi fleiri aðilar á markaðnum en raun ber vitni.