Innlent

Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group

MYND/WAnton Brink

Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu.

Eftir útboðið eiga nærri 670 starfsmenn félagsins yfir sex prósenta hlut í því en alls eru hluthafar nú 1300. FL Group seldi stærstan hluta Icelandair Group í síðasta mánuði til fjögurra hópa fjárfesta en stærsta hlutinn, 32 prósent, keypti Langflug ehf. sem er að mestu í eigu Samvinnutrygginga með Finn Ingólfsson í fararbroddi. Reiknað er með að viðskipti með hluti félagsins í Kauphöll Íslands hefjist fimmtudaginn 14. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×