14 milljarða afgangur 5. desember 2006 18:31 Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira