Þyrla af danska varðskipinu Triton fann undir kvöld í gærkvöldi fimmtán tonna fiskibát, norðvestur af Garðskaga,eftir að hann hvarf út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni og ekki náðist samband við skipverjana tvo, hvorki í gegnum talstöð né farsíma.
Haft var samband við skip og báta á svæðinu og fann þyrlan af Triton bátinn von bráðar, þar sem báðir skipverjar voru önnum kafnir í aðgerð úti á dekki, og heyrðu ekkert í fjarskiptatækjum. Þeir höfðu þegar samband við land.