6,6% íslenskra barna býr við fátækt 9. desember 2006 18:15 Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru." Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru."
Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira