Veikir útlendingar kosta 10. desember 2006 18:32 Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. Árlega verður Landsspítali Háskólasjúkrahús og íslenskir skattgreiðendur fyrir tæplega 200 milljón króna kostnaði vegna útlendinga sem vinna hérlendis en eru ekki með sjúkratryggingu. Eftirlit með því hverjir koma hingað til lands að vinna og hvort þeir uppfylla skilyrði eins og sjúkratryggingu fellur undir félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Lægsti kostnaður vegna komu á sjúkrahús fyrir aðila utan kerfisins eru 23 þúsund krónur, en hæsti kostnaður sem komið hefur til vegna einstaklings nemur rúmlega 40 milljónum. Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að reynt sé að komast að því hver er ábyrgur fyrir greiðslu og að koma sjúklingunum sem fyrst til heimalands síns. Hann segir staðreyndina þá að margir þeirra hafi engar tryggingar í heimalandinu, en stundum sé neitað að taka við þeim þar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðmið við hvað sé neyð metin í hverju tilfelli fyrir sig en hérlendis beri að veita öllum læknisþjónustu sem eru í neyð, bæði vegna mannúðarsáttmála og félagsmálasáttmála Evrópu. Jóhannes segir að engum sé vísað frá, enda komi líka til læknaeiðs sem beri að virða. Þetta gildi bæði um íslendinga og útlendinga. Hann leggur áherslu á ábyrgð vinnuveitenda, að þeir sjá til þess að starfsmenn þeirra séu tryggðir. Fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. Árlega verður Landsspítali Háskólasjúkrahús og íslenskir skattgreiðendur fyrir tæplega 200 milljón króna kostnaði vegna útlendinga sem vinna hérlendis en eru ekki með sjúkratryggingu. Eftirlit með því hverjir koma hingað til lands að vinna og hvort þeir uppfylla skilyrði eins og sjúkratryggingu fellur undir félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Lægsti kostnaður vegna komu á sjúkrahús fyrir aðila utan kerfisins eru 23 þúsund krónur, en hæsti kostnaður sem komið hefur til vegna einstaklings nemur rúmlega 40 milljónum. Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að reynt sé að komast að því hver er ábyrgur fyrir greiðslu og að koma sjúklingunum sem fyrst til heimalands síns. Hann segir staðreyndina þá að margir þeirra hafi engar tryggingar í heimalandinu, en stundum sé neitað að taka við þeim þar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðmið við hvað sé neyð metin í hverju tilfelli fyrir sig en hérlendis beri að veita öllum læknisþjónustu sem eru í neyð, bæði vegna mannúðarsáttmála og félagsmálasáttmála Evrópu. Jóhannes segir að engum sé vísað frá, enda komi líka til læknaeiðs sem beri að virða. Þetta gildi bæði um íslendinga og útlendinga. Hann leggur áherslu á ábyrgð vinnuveitenda, að þeir sjá til þess að starfsmenn þeirra séu tryggðir.
Fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira