Kóreumenn æfir yfir dómgæslu 12. desember 2006 20:45 Yoon segir að dómgæslan í handboltanum á Asíuleikunum sé farsi NordicPhotos/GettyImages Fimmfaldir Asíumeistarar í handbolta, Suður-Kóreumenn, eru æfir yfir dómgæslunni í handboltakeppninni á leikunum að þessu sinni og náði gremja þeirra hámarki þegar liðið tapaði 40-28 fyrir Katar í undanúrslitum mótsins. Kóreumenn vilja meina að brögð séu í tafli. Suður-Kórea hefur sigrað í handboltakeppninni á leikunum allar götur í síðan leikarnir voru haldnir í Seul árið 1986 en Yoon Kyung-Shin, handboltamaður ársins í heiminum árið 2001, segir að óþefur sé af sigri heimamanna. "Ég er búinn að spila handbolta í meira en tvo áratugi og ég hef aldrei spilað annan eins leik, sem var eins og hann væri spilaður af börnum. Þessi leikur var íþróttinni til skammar," sagði Kóreumaðurinn. Dómarar leiksins voru frá Kúvæt og dæmdu þeir nokkur mörk af Suður-Kóreu og gáfu liðinu hvorki meira né minna en tíu tveggja mínútna brottvísanir og var því lið Kóreumanna skiljanlega ansi fáliðað lengst af leik. Handknattleikssambandið í Suður-Kóreu hafði þá þegar sent inn formlegt mótmælabréf til asíska handknattleikssambandsins og Ólympíusambands Asíu vegna lélegrar dómgæslu í tapleik liðsins gegn Kúvæt á föstudag, en þar voru dómararnir einmitt frá Katar. Það verða Katar og Kúvæt sem spila til úrslita á leikunum. Yoon hélt áfram; "Ég efast um að við hefðum unnið þennan leik þó við hefðum verið með tíu menn inni á vellinum. Þetta var eins og í lélegri bíómynd. Þjálfari Katar vildi ekki taka undir þessar alvarlegu ásakanir Kóreumanna og hafði fyrst og fremst áhyggjur af leiknum við Kúvæta. Hann sagði Kóreumenn þó ekki barnanna besta þegar kæmi að drengilegum leik og minnti á að leikmenn Suður-Kóreu hefðu verið hrokafullir og neitað að bjóða andstæðingum sínum góðann daginn fyrir leik. "Við myndum aldrei hegða okkur svona," sagði þjálfarinn. Þjálfari Suður-Kóreu mætti ekki á blaðamannafund eftir tapið í undanúrslitunum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjá meira
Fimmfaldir Asíumeistarar í handbolta, Suður-Kóreumenn, eru æfir yfir dómgæslunni í handboltakeppninni á leikunum að þessu sinni og náði gremja þeirra hámarki þegar liðið tapaði 40-28 fyrir Katar í undanúrslitum mótsins. Kóreumenn vilja meina að brögð séu í tafli. Suður-Kórea hefur sigrað í handboltakeppninni á leikunum allar götur í síðan leikarnir voru haldnir í Seul árið 1986 en Yoon Kyung-Shin, handboltamaður ársins í heiminum árið 2001, segir að óþefur sé af sigri heimamanna. "Ég er búinn að spila handbolta í meira en tvo áratugi og ég hef aldrei spilað annan eins leik, sem var eins og hann væri spilaður af börnum. Þessi leikur var íþróttinni til skammar," sagði Kóreumaðurinn. Dómarar leiksins voru frá Kúvæt og dæmdu þeir nokkur mörk af Suður-Kóreu og gáfu liðinu hvorki meira né minna en tíu tveggja mínútna brottvísanir og var því lið Kóreumanna skiljanlega ansi fáliðað lengst af leik. Handknattleikssambandið í Suður-Kóreu hafði þá þegar sent inn formlegt mótmælabréf til asíska handknattleikssambandsins og Ólympíusambands Asíu vegna lélegrar dómgæslu í tapleik liðsins gegn Kúvæt á föstudag, en þar voru dómararnir einmitt frá Katar. Það verða Katar og Kúvæt sem spila til úrslita á leikunum. Yoon hélt áfram; "Ég efast um að við hefðum unnið þennan leik þó við hefðum verið með tíu menn inni á vellinum. Þetta var eins og í lélegri bíómynd. Þjálfari Katar vildi ekki taka undir þessar alvarlegu ásakanir Kóreumanna og hafði fyrst og fremst áhyggjur af leiknum við Kúvæta. Hann sagði Kóreumenn þó ekki barnanna besta þegar kæmi að drengilegum leik og minnti á að leikmenn Suður-Kóreu hefðu verið hrokafullir og neitað að bjóða andstæðingum sínum góðann daginn fyrir leik. "Við myndum aldrei hegða okkur svona," sagði þjálfarinn. Þjálfari Suður-Kóreu mætti ekki á blaðamannafund eftir tapið í undanúrslitunum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjá meira