Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum 14. desember 2006 10:38 Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó. Dómsmál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó.
Dómsmál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira