Viðskipti erlent

Apple frestar birtingu ársuppgjörs

Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði frestað því að senda ársskýrslu sína til bandarískra fjármálayfirvalda. Ástæðan mun vera rannsókn yfirvalda á kaupréttarákvæðum stjórnenda hjá fyrirtækinu.

Apple sagði í júní að svo virtist sem vafasöm viðskipti hefðu átt sér stað í tengslum við kaupréttarsamninga stjórnenda fyrirtækisins á árunum 1997 til 2002. Séu líkur á að þeir hafi verið bakfærðir, sem þýðir að gengi bréfa í Apple var lægra í samningunum en raunverulegt gengi þeirra var.

Búist er við að Apple birti afkomutölur sínar á árinu öðru hvoru megin við áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×