Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varði í 36. sæti á heimsbikarmóti í bruni í Val d´Isere í dag og fékk fyrir það 50,11 FIS punkta.
Dagný var með rásnúmer 56 og vann sig því upp um tuttugu sæti, fékk tímann 1.41,70. Lindsey Kildow frá Bandaríkjunum sigraði á 1.38,06, Julia Mancuso fá Bandaríkjunum önnur á 1.39,30 og Anja Pärson hin sænska þriðja á 1.39,50.
Markmið Dagnýar er að ná í stig í heimsbikarnum í vetur en til þess þarf hún að lenda á meðal 30 efstu á einhverju heimsbikarmótanna. Úrslitin í dag sýna að Dagný er á réttri leið eftir heldur dapurt gengi í heimsbikarnum að undanförnu og var aðeins 0.32 sekúndum frá því að ná í heimsbikarstig í dag.
Dagný er nú á leið í jólafrí til Íslands en keppni í hraðagreinum heimsbikars kvenna hefst aftur í Altenmark í Austurríki 12. janúar.