Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. janúar 2025 22:40 Amandine Toi skoraði 31 stig, auk þess að gefa þrjár stoðsendingar og grípa fjögur fráköst. Hún á von á nýjum liðsfélaga fyrir næsta leik. vísir / pawel Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum. Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
„Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum.
Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga