Flugeldagræðgi 9. janúar 2007 06:15 Það er verið að sprengja heiminn!" sagði lítil stúlka í Kópvogi laust eftir miðnætti á nýársnótt. Ályktunin var eðlileg því hávaðinn og lætin voru slík að allt ætlaði bókstaflega um koll að keyra. Þetta voru fyrstu áramótin hennar því fram til þessa hefur hún sofnað vært á miðju kvöldi og látið allt fram hjá sér fara. Börn bregðast misjafnlega við gauraganginum á gamlárskvöld og sum verða logandi hrædd og vilja ekki út úr húsi. Slík viðbrögð hljóta að teljast eðlileg enda gengur mikið á. Þessi litla stúlka lét sér hins vegar hvergi bregða heldur brosti út í eitt og augun ljómuðu af hamingju. Sjálf kláraði ég hamingjukvótann minn yfir ljósadýrðinni þegar árið 2000 gekk í garð en huggaði mig þá við að þau áramót hefðu verið einsdæmi og slíkt gerðist ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi að hundrað árum liðnum og þá yrði ég varla viðstödd. Ég hafði rangt fyrir mér. Ósköpin aukast ár frá ári og nú er svo komið að fólk á jafnvel erfitt með öndun vegna mengunar frá flugeldunum. Reyndar trúi ég því í einlægni að ástandið sé hvergi á landinu neitt í líkingu við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu þetta kvöld þar sem sást varla milli húsa og engin leið var að tala saman utan dyra. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki fylgi eitthvað gott í kjölfarið. Það hefur löngum verið mín huggun að með flugeldakaupum höldum við uppi rekstri björgunarsveita og án þeirra væri oft illa fyrir okkur komið í þessu harðbýla landi norður við heimskautsbaug. Útköll eru fjölmörg á ári hverju, mun fleiri en fjölmiðlar fjalla um og iðulega bjarga þessar dyggu og kraftmiklu sveitir mannslífum og verðmætum. Það starf verður aldrei fulllaunað og þannig má líta á flugeldana sem rekstrarkostnað sem við berum sameiginlega með frjálsum framlögum almennings. Og fáum stjörnur í staðinn. Þessi réttlæting gildir þó aðeins ef flugeldarnir eru keyptir af björgunarsveitum. Ef þeir eru keyptir af einkaaðilum er væntanlega erfiðara að verja fjárausturinn, hamaganginn og mengunina fyrir sjálfum sér og öðrum. En björgunarsveitirnar eru ekki þær einu sem njóta góðs af flugeldabrjálæðinu. Á gamlárskvöld sá ég þrjár stórar rútur, fullar af erlendum ferðamönnum, koma að einni brennunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fengu aldeilis talsvert fyrir sinn snúð því þar var samankominn mikill mannfjöldi sem söng af hjartans lyst við stóra og glæsilega brennu meðan beðið var eftir glæsilegri flugeldasýningu hjálparsveitarinnar. Þetta er sem sagt oft skemmtilegt og það er af hinu góða að Ísland skuli nú vinsæll ferðamannastaður um áramót. Hins vegar hlýtur að vera til einhver millivegur. Það getur ekki verið nauðsynlegt að sprengjudynkirnir hljómi sleitulítið frá því á annan í jólum þar til hámarkinu er náð upp úr miðnætti á nýársnótt og svo áfram fram yfir þrettándann. Nýliðið þrettándadagskvöld glumdu dynkirnir sleitulaust frá hádegi og langt fram yfir miðnætti. Svo gegndarlaus skothríð er græðgi og löngu hætt að vera skemmtileg. Það er vissulega af hinu góða að björgunarsveitir skuli geta gengið í góða sjóði og það er ágætt að efla ferðaþjónustu en þetta magn er ekki nauðsynlegt. Allt er best í hófi og þótt það sé í góðu lagi að sprengja heiminn stutta stund um miðnætti, sjálfum sér og öðrum til æsings og hamingju er óþarfi að missa stjórnina í marga daga. Í ágætu áramótaskaupi var því haldið fram að við værum feit, rík og heimsk. Það verður hver að taka það til sín sem hann á af þessari fullyrðingu, allt, eitthvað eða ekkert. En flugeldabrjálæðið ber vott um græðgi, jafnvel heimsku og ríkidæmi umfram þarfir. Til að fyrirbyggja misskilning skal það tekið skýrt fram að ég er ekki barnanna best í þessu samhengi og fjölskyldan mín er nokkuð skotglöð á gamlárskvöld. Við látum það reyndar duga og kaupum að sjálfsögðu alltaf af björgunarsveitum. En hvernig væri að nýja árið yrði ár hófsemdar? Margir tóku innkaupalausa daginn hátíðlega og slepptu því að fara í búð en einn dagur í gegndarlausu neysluæði þjóðarinnar segir lítið. Gleðilegt hófsemdarár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Tengdar fréttir Að velja siglingaleiðir Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. 9. janúar 2007 05:00 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Það er verið að sprengja heiminn!" sagði lítil stúlka í Kópvogi laust eftir miðnætti á nýársnótt. Ályktunin var eðlileg því hávaðinn og lætin voru slík að allt ætlaði bókstaflega um koll að keyra. Þetta voru fyrstu áramótin hennar því fram til þessa hefur hún sofnað vært á miðju kvöldi og látið allt fram hjá sér fara. Börn bregðast misjafnlega við gauraganginum á gamlárskvöld og sum verða logandi hrædd og vilja ekki út úr húsi. Slík viðbrögð hljóta að teljast eðlileg enda gengur mikið á. Þessi litla stúlka lét sér hins vegar hvergi bregða heldur brosti út í eitt og augun ljómuðu af hamingju. Sjálf kláraði ég hamingjukvótann minn yfir ljósadýrðinni þegar árið 2000 gekk í garð en huggaði mig þá við að þau áramót hefðu verið einsdæmi og slíkt gerðist ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi að hundrað árum liðnum og þá yrði ég varla viðstödd. Ég hafði rangt fyrir mér. Ósköpin aukast ár frá ári og nú er svo komið að fólk á jafnvel erfitt með öndun vegna mengunar frá flugeldunum. Reyndar trúi ég því í einlægni að ástandið sé hvergi á landinu neitt í líkingu við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu þetta kvöld þar sem sást varla milli húsa og engin leið var að tala saman utan dyra. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki fylgi eitthvað gott í kjölfarið. Það hefur löngum verið mín huggun að með flugeldakaupum höldum við uppi rekstri björgunarsveita og án þeirra væri oft illa fyrir okkur komið í þessu harðbýla landi norður við heimskautsbaug. Útköll eru fjölmörg á ári hverju, mun fleiri en fjölmiðlar fjalla um og iðulega bjarga þessar dyggu og kraftmiklu sveitir mannslífum og verðmætum. Það starf verður aldrei fulllaunað og þannig má líta á flugeldana sem rekstrarkostnað sem við berum sameiginlega með frjálsum framlögum almennings. Og fáum stjörnur í staðinn. Þessi réttlæting gildir þó aðeins ef flugeldarnir eru keyptir af björgunarsveitum. Ef þeir eru keyptir af einkaaðilum er væntanlega erfiðara að verja fjárausturinn, hamaganginn og mengunina fyrir sjálfum sér og öðrum. En björgunarsveitirnar eru ekki þær einu sem njóta góðs af flugeldabrjálæðinu. Á gamlárskvöld sá ég þrjár stórar rútur, fullar af erlendum ferðamönnum, koma að einni brennunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fengu aldeilis talsvert fyrir sinn snúð því þar var samankominn mikill mannfjöldi sem söng af hjartans lyst við stóra og glæsilega brennu meðan beðið var eftir glæsilegri flugeldasýningu hjálparsveitarinnar. Þetta er sem sagt oft skemmtilegt og það er af hinu góða að Ísland skuli nú vinsæll ferðamannastaður um áramót. Hins vegar hlýtur að vera til einhver millivegur. Það getur ekki verið nauðsynlegt að sprengjudynkirnir hljómi sleitulítið frá því á annan í jólum þar til hámarkinu er náð upp úr miðnætti á nýársnótt og svo áfram fram yfir þrettándann. Nýliðið þrettándadagskvöld glumdu dynkirnir sleitulaust frá hádegi og langt fram yfir miðnætti. Svo gegndarlaus skothríð er græðgi og löngu hætt að vera skemmtileg. Það er vissulega af hinu góða að björgunarsveitir skuli geta gengið í góða sjóði og það er ágætt að efla ferðaþjónustu en þetta magn er ekki nauðsynlegt. Allt er best í hófi og þótt það sé í góðu lagi að sprengja heiminn stutta stund um miðnætti, sjálfum sér og öðrum til æsings og hamingju er óþarfi að missa stjórnina í marga daga. Í ágætu áramótaskaupi var því haldið fram að við værum feit, rík og heimsk. Það verður hver að taka það til sín sem hann á af þessari fullyrðingu, allt, eitthvað eða ekkert. En flugeldabrjálæðið ber vott um græðgi, jafnvel heimsku og ríkidæmi umfram þarfir. Til að fyrirbyggja misskilning skal það tekið skýrt fram að ég er ekki barnanna best í þessu samhengi og fjölskyldan mín er nokkuð skotglöð á gamlárskvöld. Við látum það reyndar duga og kaupum að sjálfsögðu alltaf af björgunarsveitum. En hvernig væri að nýja árið yrði ár hófsemdar? Margir tóku innkaupalausa daginn hátíðlega og slepptu því að fara í búð en einn dagur í gegndarlausu neysluæði þjóðarinnar segir lítið. Gleðilegt hófsemdarár.
Að velja siglingaleiðir Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. 9. janúar 2007 05:00
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun