Menning

Bók um Mikines hrósað

Mikines málari, Mikinesarbók
Mikines málari, Mikinesarbók

Nesútgáfunnar um færeyska málarann Samal Joensen-Mikines sem Aðalsteinn Ingólfsson er aðalhöfundurinn að fær framúrskarandi umsögn hjá Peter Michael Hornung í Politiken um helgina. Ein glæsilegasta útgáfa ársins segir gagnrýnandinn og hrósar aðstandendum útgáfunnar fyrir metnað í öllum frágangi verksins.

 

Mikines málari, Mikinesarbók

Nesútgáfan sendi bókina frá sér í árslok og hefur hún hlotið litla athygli hér á landi. Kynningareintökum hefur enda ekki verið dreift á fjölmiðla. Gagnrýnandinn viðurkennir fúslega að færeyski málarinn hafi átt litla von um að komast að hásætum evrópskrar málaralistar verandi frá Færeyjum. Hann rekur umfjöllun Aðalsteins og hvernig innri andstæður málarans urðu til þess að hrekja hann lengra í myrkur ókunnugleika og vanmats á sterkri listrænni gáfu hans, sem og áfengissýki hans og lyfjaneysla og síðan samúð hans með fasismanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×