Viðskipti erlent

Finnair flýgur á skýrslu

iPod.
iPod.
Hlutabréf í Finnair hækkuðu um fjögur prósent á miðvikudaginn eftir að ABN Amro sendi frá sér skýrslu um evrópsk flugfélög þar sem mælt var með kaupum á bréfum finnska flugfélagsins.

„Við teljum að smærri evrópsk flugfélög skili bestri ávöxtun á þessu ári, þökk sé lækkun á olíuverði og Bandaríkjadal," segja skýrsluhöfundar.

FL Group er annar stærsti hluthafinn í hinu 83 ára gamla flugfélagi með 23 prósenta hlut. Finnska ríkið hefur töglin og hagldirnar í Finnair, enda á það rúman meirihluta hlutafjár.

Jafnframt mælti ABN Amro með kaupum á bréfum í SAS og Air Berlin, þriðja stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu, en ráðlagði fjárfestum að selja í Ryanair Holding.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×