Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum 16. febrúar 2007 06:45 Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi". Fréttir Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi".
Fréttir Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira