Heinesen í heimsókn 7. mars 2007 06:45 Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis. Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira