Ekkert betra en eldhúsið: Sesam kjúklingabringur með appelsínusósu 15. mars 2007 09:30 Davíð Olgeirsson fjárfesti nýverið í grillpönnu sem hann hefur notað óspart síðan. MYND/Pjetur Tónlistarmaðurinn Davíð Olgeirsson nýtur sín vel í eldhúsinu sínu. Þar er það oftast kjúklingur sem ratar í pottana. „Við eldum mikið á þessu heimili,“ sagði Davíð. „Við erum líka mikið kjúklingafólk, eins og okkar kynslóð er. Þegar ég var að alast upp var mikið um salmonellu um tíma. Foreldrar mínir hættu alveg að kaupa kjúkling í nokkur ár. Ætli maður sé ekki að bæta upp fyrir það núna,“ segir hann sposkur. Þó að Davíð hafi lengi verið liðtækur í eldhúsinu segir hann matreiðsluáhugann hafa aukist eftir að hann flutti í Bryggjuhverfið. „Eldhúsið okkar er svo æðislegt. Það er opið, svo að maður er aldrei frá fólkinu, og svo er sjávarútsýni. Það er bara ekkert skemmtilegra en að standa í eldhúsinu,” sagði Davíð. Hann er einnig hrifinn af eldhústækjum, og fjárfesti til dæmis nýlega í pönnunni góðu í Ikea. „Hún hefur verið óspart notuð síðan. Þetta er grillpanna, sem kemur í staðinn fyrir grillið á veturna. Svo gerir hún mjög fallegar rendur í steikurnar,“ sagði Davíð, sem er einmitt umhugað um útlit matrétta. „Mér finnst það vera mikið atriði, þó að fimm ára prinsessan sé ekki endilega sammála.” Kjúklingabringurnar í uppskriftinni sem Davíð deilir með lesendum segir hann best að steikja í 10-12 mínútur á hvorri hlið. Davíð mælir einnig hiklaust með smjöri á pönnuna. „Mér finnst bragðið sem það gefur svo gott,“ sagði hann. Að lokum mælir hann með snöggsteiktum sykurbaunum sem meðlæti.Sesam kjúklingabringur með appelsínusósufyrir 44 skinnlausar kjúklingabringur2 msk Dijon sinnep3 msk fljótandi hunang3 msk balsamic olía2 msk sesamfræSalt og pipar1 appelsína Sósan 1 msk smjör 2 msk hveiti 1 teningur kjúklingakraftur 1 bolli vatn 1/2 bolli appelsínusafi 2 msk fínt rifinn appelsínubörkur 2 msk sykur 2 msk edik 1 msk sítrónusafi skvetta af Cointreau ef vill Fyrst er að búa til maríneringu. Olíu, sinnepi, hunangi og appelsínusafa er blandað saman. Sesamfræjum er bætt við og salti og pipar eftir smekk. Kjúklingabringunum velt upp úr maríneringunni og þær smjörsteiktar á pönnu við meðalhita. Bræddu smjöri og hveiti hrært vel saman. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í vatninu og því bætt við, ásamt appelsínusafa og -berki. Hrærið í þar til sýður, látið malla í 1-2 mínútur. Sykri og ediki blandað saman í öðrum potti og hitað þar til blandan verður gullin. Hinni blöndunni er hrært saman við. Potturinn tekinn af hitanum og sítrónusafa og Cointreau bætt við ef vill. Kjúklingur Sósur Uppskriftir Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
Tónlistarmaðurinn Davíð Olgeirsson nýtur sín vel í eldhúsinu sínu. Þar er það oftast kjúklingur sem ratar í pottana. „Við eldum mikið á þessu heimili,“ sagði Davíð. „Við erum líka mikið kjúklingafólk, eins og okkar kynslóð er. Þegar ég var að alast upp var mikið um salmonellu um tíma. Foreldrar mínir hættu alveg að kaupa kjúkling í nokkur ár. Ætli maður sé ekki að bæta upp fyrir það núna,“ segir hann sposkur. Þó að Davíð hafi lengi verið liðtækur í eldhúsinu segir hann matreiðsluáhugann hafa aukist eftir að hann flutti í Bryggjuhverfið. „Eldhúsið okkar er svo æðislegt. Það er opið, svo að maður er aldrei frá fólkinu, og svo er sjávarútsýni. Það er bara ekkert skemmtilegra en að standa í eldhúsinu,” sagði Davíð. Hann er einnig hrifinn af eldhústækjum, og fjárfesti til dæmis nýlega í pönnunni góðu í Ikea. „Hún hefur verið óspart notuð síðan. Þetta er grillpanna, sem kemur í staðinn fyrir grillið á veturna. Svo gerir hún mjög fallegar rendur í steikurnar,“ sagði Davíð, sem er einmitt umhugað um útlit matrétta. „Mér finnst það vera mikið atriði, þó að fimm ára prinsessan sé ekki endilega sammála.” Kjúklingabringurnar í uppskriftinni sem Davíð deilir með lesendum segir hann best að steikja í 10-12 mínútur á hvorri hlið. Davíð mælir einnig hiklaust með smjöri á pönnuna. „Mér finnst bragðið sem það gefur svo gott,“ sagði hann. Að lokum mælir hann með snöggsteiktum sykurbaunum sem meðlæti.Sesam kjúklingabringur með appelsínusósufyrir 44 skinnlausar kjúklingabringur2 msk Dijon sinnep3 msk fljótandi hunang3 msk balsamic olía2 msk sesamfræSalt og pipar1 appelsína Sósan 1 msk smjör 2 msk hveiti 1 teningur kjúklingakraftur 1 bolli vatn 1/2 bolli appelsínusafi 2 msk fínt rifinn appelsínubörkur 2 msk sykur 2 msk edik 1 msk sítrónusafi skvetta af Cointreau ef vill Fyrst er að búa til maríneringu. Olíu, sinnepi, hunangi og appelsínusafa er blandað saman. Sesamfræjum er bætt við og salti og pipar eftir smekk. Kjúklingabringunum velt upp úr maríneringunni og þær smjörsteiktar á pönnu við meðalhita. Bræddu smjöri og hveiti hrært vel saman. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í vatninu og því bætt við, ásamt appelsínusafa og -berki. Hrærið í þar til sýður, látið malla í 1-2 mínútur. Sykri og ediki blandað saman í öðrum potti og hitað þar til blandan verður gullin. Hinni blöndunni er hrært saman við. Potturinn tekinn af hitanum og sítrónusafa og Cointreau bætt við ef vill.
Kjúklingur Sósur Uppskriftir Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist