Ísland sem endranær á hliðarlínunni 22. mars 2007 00:01 Nú á sunnudaginn eru rétt 50 ár liðin frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður, en með honum var Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) sett á laggirnar, fyrirrennari Evrópusambands nútímans. Rómarsáttmálann undirrituðu á sínum tíma fulltrúar sex ríkja - Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Frakklands, Ítalíu og Vestur-Þýzkalands. Fríverzlunarsamtök Evrópu, EFTA, voru að frumkvæði Breta stofnuð í kjölfarið, sem tilraun til að koma á laustengdara efnahagssamstarfi Evrópuríkja en að var stefnt með Efnahagsbandalaginu. Það sýndi sig hins vegar fljótt, að EFTA myndi aldrei geta staðið EBE á sporði; strax snemma á sjöunda áratugnum gerðu Bretar sína fyrstu atlögu að því að ganga til liðs við EBE. Eins og Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, hefur rakið ítarlega í bók sinni um sögu þátttöku Íslands í Evrópusamvinnunni, íhuguðu Íslendingar alvarlega að sækjast eftir inngöngu í EBE skömmu eftir að það var stofnað. En niðurstaðan varð sú að fylgja grannþjóðunum á Norðurlöndunum og Bretlandi í EFTA. EFTA-aðild Íslands gekk þó ekki í gildi fyrr en árið 1970, þegar þess var skammt að bíða að fjögur af þáverandi níu aðildarríkjum semdu um inngöngu í Evrópubandalagið, eins og EBE hét þegar hér var komið sögu.Bretland, Írland og Danmörk gengu í Evrópubandalagið árið 1972 en Norðmenn, sem einnig höfðu samið um aðild, felldu inngönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn áttu síðan 22 árum síðar eftir að „bjarga" EFTA frá því að vera lagt niður sem fjölþjóðleg stofnun með því að hafna gerðum aðildarsamningi við Evrópusambandið öðru sinni (nafngiftin Evrópusambandið hafði veriði tekin upp með gildistöku Maastricht-sáttmálans árið 1993). Þar með hélst fundafært í EFTA með fjórum aðildarþjóðum - Íslandi, Noregi, Liechtenstein og Sviss - og þar af hinum þremur fyrsttöldu sem aðildarríkjum EFTA-stoðar Evrópska efnahagssvæðisins. Frá því þetta gerðist hefur ESB-stoð EES vaxið úr tólf í 27 aðildarþjóðir, með samtals hátt í 500 milljónir íbúa. Í EFTA-stoðinni eru hins vegar aðeins um 5 milljónir íbúa. Þetta sýnir glögglega hversu mikið jaðarfyrirbrigði EES-samstarfið er í Evrópu nútímans. Innan ESB er enda löngu farið að tala um Evrópu og ESB sem samheiti. Rétt eins og öll síðustu 50 ár fylgjast Íslendingar með af hliðarlínunni, þegar leiðtogar álfunnar koma saman í Berlín um helgina til að minnast þessa merkisafmælis evrópska samrunaferlisins. Það er hins vegar óhætt að slá því föstu að þeim verði ekki stætt á því í hálfa öld til viðbótar. Rétt eins og öll síðustu 50 ár fylgjast Íslendingar með af hliðarlínunni þegar leiðtogar álfunnar koma saman í Berlín um helgina til að minnast þessa merkis- afmælis evrópska samrunaferlisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun
Nú á sunnudaginn eru rétt 50 ár liðin frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður, en með honum var Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) sett á laggirnar, fyrirrennari Evrópusambands nútímans. Rómarsáttmálann undirrituðu á sínum tíma fulltrúar sex ríkja - Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Frakklands, Ítalíu og Vestur-Þýzkalands. Fríverzlunarsamtök Evrópu, EFTA, voru að frumkvæði Breta stofnuð í kjölfarið, sem tilraun til að koma á laustengdara efnahagssamstarfi Evrópuríkja en að var stefnt með Efnahagsbandalaginu. Það sýndi sig hins vegar fljótt, að EFTA myndi aldrei geta staðið EBE á sporði; strax snemma á sjöunda áratugnum gerðu Bretar sína fyrstu atlögu að því að ganga til liðs við EBE. Eins og Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, hefur rakið ítarlega í bók sinni um sögu þátttöku Íslands í Evrópusamvinnunni, íhuguðu Íslendingar alvarlega að sækjast eftir inngöngu í EBE skömmu eftir að það var stofnað. En niðurstaðan varð sú að fylgja grannþjóðunum á Norðurlöndunum og Bretlandi í EFTA. EFTA-aðild Íslands gekk þó ekki í gildi fyrr en árið 1970, þegar þess var skammt að bíða að fjögur af þáverandi níu aðildarríkjum semdu um inngöngu í Evrópubandalagið, eins og EBE hét þegar hér var komið sögu.Bretland, Írland og Danmörk gengu í Evrópubandalagið árið 1972 en Norðmenn, sem einnig höfðu samið um aðild, felldu inngönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn áttu síðan 22 árum síðar eftir að „bjarga" EFTA frá því að vera lagt niður sem fjölþjóðleg stofnun með því að hafna gerðum aðildarsamningi við Evrópusambandið öðru sinni (nafngiftin Evrópusambandið hafði veriði tekin upp með gildistöku Maastricht-sáttmálans árið 1993). Þar með hélst fundafært í EFTA með fjórum aðildarþjóðum - Íslandi, Noregi, Liechtenstein og Sviss - og þar af hinum þremur fyrsttöldu sem aðildarríkjum EFTA-stoðar Evrópska efnahagssvæðisins. Frá því þetta gerðist hefur ESB-stoð EES vaxið úr tólf í 27 aðildarþjóðir, með samtals hátt í 500 milljónir íbúa. Í EFTA-stoðinni eru hins vegar aðeins um 5 milljónir íbúa. Þetta sýnir glögglega hversu mikið jaðarfyrirbrigði EES-samstarfið er í Evrópu nútímans. Innan ESB er enda löngu farið að tala um Evrópu og ESB sem samheiti. Rétt eins og öll síðustu 50 ár fylgjast Íslendingar með af hliðarlínunni, þegar leiðtogar álfunnar koma saman í Berlín um helgina til að minnast þessa merkisafmælis evrópska samrunaferlisins. Það er hins vegar óhætt að slá því föstu að þeim verði ekki stætt á því í hálfa öld til viðbótar. Rétt eins og öll síðustu 50 ár fylgjast Íslendingar með af hliðarlínunni þegar leiðtogar álfunnar koma saman í Berlín um helgina til að minnast þessa merkis- afmælis evrópska samrunaferlisins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun