Meirihlutinn heldur velli 29. apríl 2007 09:00 Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18. Kosningar 2007 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18.
Kosningar 2007 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira