OpenHand með herferð í Bretlandi 2. maí 2007 00:01 Heimasíða OpenHand Hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma. Að sögn Davíðs S. Guðmundssonar, sölu og markaðsstjóra OpenHand, eru núna um 450 endursöluaðilar í Bretlandi en til stendur að þeir verði orðnir fleiri en þúsund fyrir lok þessa árs. „Við erum að hefja dreifingu á gagnvirkum geisladiski í Bretlandi þar sem viðskiptavinurinn getur viðstöðulaust, þegar hann skoðar efnið, fengið hugbúnað okkar í hendur," segir Davíð og bætir við að byggt verði á þessari markaðssetningu í frekari sókn víðar um heim. Hann segir OpenHand hafa verið í ákveðinni endurskipulagningu þar sem mun meiri áherslu sé lögð á sölu- og markaðsmál en áður. „Við erum sóknfastari og má segja að við förum úr því að vera tæknidrifið fyrirtæki yfir í að vera þjónustudrifið." Í kringum herferð OpenHand er skipulagt mikið kynningarstarf sem stjórnað er héðan, en bresk almannatengslastofa vinnur einnig náið með fyrirtækinu. Nokkur vöxtur hefur verið í starfsemi OpenHand og fyrirtækið náð samningum bæði í Suður-Afríku og Þýskalandi. Davíð segir rannsóknir sýna að evrópski markaðurinn sé langt frá mettun, en vel innan við tíu prósent þeirra sem noti tölvupóst við vinnu noti einhvers konar lausn til að fá viðskiptaupplýsingar í farsíma. „Ljóst er því að mikil sóknarfæri liggja á þessum mörkuðum," segir hann, en OpenHand hóf einnýverið starfssemi í Ungverjalandi með frekari sókn austur á bóginn í huga. Það verkefni gengur vonum framar og hafa útibú alþjóðlegra fyrirtækja sýnt lausninni mikinn áhuga. Aðilar í nærliggjandi löndum hafa sýnt endursölu áhuga og eru nokkur slík verkefni í skoðun. Tækni Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma. Að sögn Davíðs S. Guðmundssonar, sölu og markaðsstjóra OpenHand, eru núna um 450 endursöluaðilar í Bretlandi en til stendur að þeir verði orðnir fleiri en þúsund fyrir lok þessa árs. „Við erum að hefja dreifingu á gagnvirkum geisladiski í Bretlandi þar sem viðskiptavinurinn getur viðstöðulaust, þegar hann skoðar efnið, fengið hugbúnað okkar í hendur," segir Davíð og bætir við að byggt verði á þessari markaðssetningu í frekari sókn víðar um heim. Hann segir OpenHand hafa verið í ákveðinni endurskipulagningu þar sem mun meiri áherslu sé lögð á sölu- og markaðsmál en áður. „Við erum sóknfastari og má segja að við förum úr því að vera tæknidrifið fyrirtæki yfir í að vera þjónustudrifið." Í kringum herferð OpenHand er skipulagt mikið kynningarstarf sem stjórnað er héðan, en bresk almannatengslastofa vinnur einnig náið með fyrirtækinu. Nokkur vöxtur hefur verið í starfsemi OpenHand og fyrirtækið náð samningum bæði í Suður-Afríku og Þýskalandi. Davíð segir rannsóknir sýna að evrópski markaðurinn sé langt frá mettun, en vel innan við tíu prósent þeirra sem noti tölvupóst við vinnu noti einhvers konar lausn til að fá viðskiptaupplýsingar í farsíma. „Ljóst er því að mikil sóknarfæri liggja á þessum mörkuðum," segir hann, en OpenHand hóf einnýverið starfssemi í Ungverjalandi með frekari sókn austur á bóginn í huga. Það verkefni gengur vonum framar og hafa útibú alþjóðlegra fyrirtækja sýnt lausninni mikinn áhuga. Aðilar í nærliggjandi löndum hafa sýnt endursölu áhuga og eru nokkur slík verkefni í skoðun.
Tækni Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent