Uppsprengt verð á Kjarval 3. maí 2007 06:00 Bragi Kristjónsson fornbókasali segir verðlagninguna á Hvalasögu Kjarvals á eBay út í hött. MYND/Heiða „Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Athygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 milljónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bókina á Klapparstíg í Reykjavík. Hvalasaga kjarvals Kápa Hvalasögunnar sem boðin er upp á eBay. Hún er skreytt litprentaðri teikningu eftir Kjarval. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að umrætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stendur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar sennilega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfirleitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merkilegt. Karlinn var náttúrlega snillingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. áritunin Seljandi sögunnar heldur því fram að þar sé á ferðinni eina áritaða eintakið, en Bragi segir það alrangt. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upplag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þúsund eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboðinu lýkur í dag. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
„Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Athygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 milljónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bókina á Klapparstíg í Reykjavík. Hvalasaga kjarvals Kápa Hvalasögunnar sem boðin er upp á eBay. Hún er skreytt litprentaðri teikningu eftir Kjarval. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að umrætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stendur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar sennilega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfirleitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merkilegt. Karlinn var náttúrlega snillingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. áritunin Seljandi sögunnar heldur því fram að þar sé á ferðinni eina áritaða eintakið, en Bragi segir það alrangt. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upplag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þúsund eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboðinu lýkur í dag.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira