Viðskipti erlent

Hentar nýjum sjónvarpstækjum

Breiðtjaldssjónvarp
Breiðtjaldssjónvarp

Stöð 2 og Sýn hafa hafið útsendingar á breiðtjaldsformi, sem hentar nýjum sjónvarpstækjum sem eru hönnuð fyrir hlutföllin 16:9. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að slík sjónvarpstæki séu á um helmingi íslenskra heimila.

Flestir innlendir þættir á Stöð 2 og Sýn eru sýndir með breiðtjaldssniði, en áhorfendur þurfa að velja það sérstaklega á myndlyklum sínum. Fyrst um sinn verða aðeins sumir erlendir þættir sýndir með breiðtjaldssniði. Til stendur að auðkenna útsendingar þar sem boðið er upp á þennan möguleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×