Menning

Dýrasta verkið á 8,3 milljónir

Svavar Guðnason gaf málverk sitt „Pip and Nina“ foreldrum þeirra sem seldu verkið í gær.
Svavar Guðnason gaf málverk sitt „Pip and Nina“ foreldrum þeirra sem seldu verkið í gær.

Málverkið „Pip and Nina“ eftir Svavar Guðnason var slegið hæstbjóðanda á rúmar 8,3 milljónir króna hjá uppboðshúsinu Christie‘s í London í gær. Annað verka Svavars var selt á 4,8 milljónir á sama uppboði.



„Þetta er sennilega hæsta verð sem hefur fengist fyrir Svavar,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson listmunasali. Hann segir að ákveðnir erlendir aðilar safni myndum Svavars þar sem hann var tengdur CoBrA-hópnum svonefnda.



Tvær myndir eftir Eirík Smith seldust á um 380 þúsund krónur hvor á sama uppboði, og segir Tryggvi það svipað verð og búast hafi mátt við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×