Norska dagblaðið Aftenposten valdi í gær þá ellefu leikmenn sem það telur hafa „floppað" í norsku úrvalsdeildinni sem nú er hálfnuð. Í miðverðinum er Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann.
„Hann hefur spilað rúman hálftíma í þremur leikjum í ár. Í einum leiknum var hann reyndar mjög góður. Hann er í þessu liði vegna frammistöðu sinnar í 6-0 tapinu fyrir Lyn. Þá gáfum við Íslendingnum 2 í einkunn, Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen gáfu honum 1. Brann treystir honum augljóslega ekki lengur og hefur þegar keypt Knut frá Løv-Ham," segir Aftenposten um Ármann.