Hrófatildur í Hyde Park 9. júlí 2007 07:00 Skálinn eftir Ólaf og Ketil að utan. Hann vindur upp á sig eins og sjá má á myndinni. Ljósmynd: Serpentine Gallery með góðfúslegu leyfi Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. Í þeirra stað hefði íranski arkitektinn Zaha Hadid tekið að sér verkefnið og myndi skila því þann 11. júlí. „Við skulum kalla þessa frétt leiðinlegan misskilning," sagði Tom Coupe á kynningardeild safnsins sem stendur við samnefnda tjörn í Hyde Park. „Allar áætlanir standast og skálinn verður tilbúinn fyrir samkomu helstu fjárfesta okkar." Ólafur og Ketill teiknuðu stóran skála við galleríið sem er skammt frá Royal Albert Hall og skyldi hann standa uppi tímabundið. Átti húsið að vera risið í ágústbyrjun og standa til loka nóvember. Er hugmynd þeirra sú að þar verði vinnustofa arkitekta og vísindamanna opin hvern föstudag. Atburðaskráin í skálanum endar á maraþonráðstefnu í tvo sólarhringa með hléum þar sem krufin yrði arkitektúr skynfæranna. Ólafur er sem kunnugt er hönnuður á ytra byrði tónlistarhúss sem nú rís í Reykjavík. Hann er einnig í samvinnu við Hirshhorn-safnið í Washington um endurbætur á safninu til að auka þar aðsókn og vann hugmyndasamkeppni um viðbyggingu á ArOs-listasafninu glæsilega í Árósum. Ketill vinnur á hinni heimskunnu arkitektastofu Snjóhettu og er aðalhöfundur nýja bókasafnsins í Alexandríu. Hann hefur unnið áður með Ólafi að hluta nýja óperuhússins í Osló sem nú er í byggingu. Það er Íslandsvinurinn og sýningarstjórinn Hans Ulrich Obrist sem hefur umbylt nokkuð stefnu Serpentine. Hans er einn af sýningarstjórum þar og hefur getið sér gott orð sem slíkur víðar: hann skipulagði stóra sýningu bandarískra listamanna sem hér var fyrr í vetur og átti einnig hlut að stóru Kína-sýningunni - fyrsta hluta - sem var í Battersea-listamiðstöðinni á liðnu ári. Hans hefur átt í samstarfi við Eiðasetur og Ara Alexander kvikmyndahöfund, kom meðal annars að kvikmynd hans um Magnús Blöndal Jóhannsson. Skálinn að innan: Hér verður fundað um ýmis álitamál í skynjun og sköpun rýmis sem er sérstakt áhugamál höfundanna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er skálinn óvenjuleg smíð og geta lesendur Fréttablaðsins lagt leið sína út í Hyde Park og litið á bygginguna fram eftir hausti. Þar verður sýning Hreins Friðfinnssonar frá 18. júlí og þegar henni lýkur tekur þar við sýning á verkum Matthews Barney. Misskilningur blaðamanns Observer kann að skapast af því að annað tímabundið mannvirki verður reist í Serpentine undir fjáröflunarhóf fyrir ríka fólkið sem gefur fé til rekstrar gallerísins þar sem það kemur saman og drekkur kampavín í sínu fínasta pússi. Myndverk eftir Hadid sem Serpentine pantaði frá henni og verður sett upp núna um helgina fyrir fjáröflunarhóf við galleríið þann 11. júlí. Mynd: Serpentine Gallery Það er einhvers konar myndverk - innsetning er það kallað - eftir íranska arkitektinn og samstarfsmenn hennar. Hadid er mikil uppreisnarkona í heimi byggingarlista vesturálfu. Hún er fædd 1950 og hefur á liðnum árum hannað fjölda bygginga sem margar hafa ekki risið. Meðal þekktari verkefna hennar eru Vitra-slökkvistöðin í Sviss, Phaeno-vísindamiðstöðin í Wolfsburg fyrir Wolksvagen, og Rosenthal-listamiðstöðin í Cincinnati. Hún er nú að hanna sundlaugahöll fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. Í þeirra stað hefði íranski arkitektinn Zaha Hadid tekið að sér verkefnið og myndi skila því þann 11. júlí. „Við skulum kalla þessa frétt leiðinlegan misskilning," sagði Tom Coupe á kynningardeild safnsins sem stendur við samnefnda tjörn í Hyde Park. „Allar áætlanir standast og skálinn verður tilbúinn fyrir samkomu helstu fjárfesta okkar." Ólafur og Ketill teiknuðu stóran skála við galleríið sem er skammt frá Royal Albert Hall og skyldi hann standa uppi tímabundið. Átti húsið að vera risið í ágústbyrjun og standa til loka nóvember. Er hugmynd þeirra sú að þar verði vinnustofa arkitekta og vísindamanna opin hvern föstudag. Atburðaskráin í skálanum endar á maraþonráðstefnu í tvo sólarhringa með hléum þar sem krufin yrði arkitektúr skynfæranna. Ólafur er sem kunnugt er hönnuður á ytra byrði tónlistarhúss sem nú rís í Reykjavík. Hann er einnig í samvinnu við Hirshhorn-safnið í Washington um endurbætur á safninu til að auka þar aðsókn og vann hugmyndasamkeppni um viðbyggingu á ArOs-listasafninu glæsilega í Árósum. Ketill vinnur á hinni heimskunnu arkitektastofu Snjóhettu og er aðalhöfundur nýja bókasafnsins í Alexandríu. Hann hefur unnið áður með Ólafi að hluta nýja óperuhússins í Osló sem nú er í byggingu. Það er Íslandsvinurinn og sýningarstjórinn Hans Ulrich Obrist sem hefur umbylt nokkuð stefnu Serpentine. Hans er einn af sýningarstjórum þar og hefur getið sér gott orð sem slíkur víðar: hann skipulagði stóra sýningu bandarískra listamanna sem hér var fyrr í vetur og átti einnig hlut að stóru Kína-sýningunni - fyrsta hluta - sem var í Battersea-listamiðstöðinni á liðnu ári. Hans hefur átt í samstarfi við Eiðasetur og Ara Alexander kvikmyndahöfund, kom meðal annars að kvikmynd hans um Magnús Blöndal Jóhannsson. Skálinn að innan: Hér verður fundað um ýmis álitamál í skynjun og sköpun rýmis sem er sérstakt áhugamál höfundanna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er skálinn óvenjuleg smíð og geta lesendur Fréttablaðsins lagt leið sína út í Hyde Park og litið á bygginguna fram eftir hausti. Þar verður sýning Hreins Friðfinnssonar frá 18. júlí og þegar henni lýkur tekur þar við sýning á verkum Matthews Barney. Misskilningur blaðamanns Observer kann að skapast af því að annað tímabundið mannvirki verður reist í Serpentine undir fjáröflunarhóf fyrir ríka fólkið sem gefur fé til rekstrar gallerísins þar sem það kemur saman og drekkur kampavín í sínu fínasta pússi. Myndverk eftir Hadid sem Serpentine pantaði frá henni og verður sett upp núna um helgina fyrir fjáröflunarhóf við galleríið þann 11. júlí. Mynd: Serpentine Gallery Það er einhvers konar myndverk - innsetning er það kallað - eftir íranska arkitektinn og samstarfsmenn hennar. Hadid er mikil uppreisnarkona í heimi byggingarlista vesturálfu. Hún er fædd 1950 og hefur á liðnum árum hannað fjölda bygginga sem margar hafa ekki risið. Meðal þekktari verkefna hennar eru Vitra-slökkvistöðin í Sviss, Phaeno-vísindamiðstöðin í Wolfsburg fyrir Wolksvagen, og Rosenthal-listamiðstöðin í Cincinnati. Hún er nú að hanna sundlaugahöll fyrir Ólympíuleikana í London 2012.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira