Tökum okkur tak 9. júlí 2007 06:00 Sú áherzla á efld tengsl Íslands við Afríku, sem kom fram í nýafstaðinni Afríkuferð utanríkisráðherra, er rétt og æskileg. Í Afríku eru mörg af fátækustu og vanþróuðustu löndum heims, sem þurfa mest á því að halda að hinar aflögufærari þjóðir heims leggi þeim lið í að komast á framfarabraut. En það er líka útbreiddur misskilningur, að eymd og volæði sé ríkjandi alls staðar í þessari stóru álfu. Það er mikill munur á þróunarstigi, öryggisástandi og velmegun milli landa innan álfunnar. Ísland hefur, stærðar sinnar vegna, skiljanlega takmarkaða getu til að leggja eitthvað áþreifanlegt af mörkum til þróunaraðstoðar. En sem ein ríkasta þjóð heims ber Íslendingum jafnframt siðferðisleg skylda til að gera það. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að koma þróunaraðstoð Íslendinga upp í 0,35 prósent af þjóðartekjum árið 2009, en það er aðeins helmingur af því marki sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt hinar ríku þjóðir heims til að leggja af mörkum. Frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum hafa staðið sig þjóða bezt í að ná þessu markmiði. Svíþjóð, Noregur og Danmörk ætla sér öll að leggja 0,8 prósent þjóðarframleiðslunnar í þróunaraðstoð. Á þessu var vakin athygli í liðinni viku, er kynnt var áfangaskýrsla um svokölluð Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem leiðtogar samtakanna settu sér árið 2000 að ná fyrir árið 2015. Sú endurskoðun sem er í gangi á lögum um Þróunarsamvinnustofnun er liður í því að efla framlag Íslands til þróunarmála. En þar sem þjóðartekjurnar hafa vaxið hratt á undanförnum árum hafa framlögin til þróunarmála átt af þeim völdum erfitt með að vaxa í takt við þær. Utanríkisráðherra er vandi á höndum. Fyrir liggur að útgjöld til varnarmála munu stóraukast er Ísland yfirtekur reksturinn á ratsjárstöðvunum („Íslenzka loftvarnakerfinu") nú í ágúst, og boðað hefur verið að útgjöld til varnarmála birtist í fyrsta sinn sem sérstakur útgjaldaliður á fjárlögum í haust. Bara rekstur ratsjárkerfisins gæti kostað um 800 milljónir á ári. Þar fyrir utan hefur utanríkisþjónustan sætt gagnrýni fyrir það hve dýr hún er í rekstri. Nú bætist það við, að hækka umtalsvert framlögin til þróunarmála. Stór hluti þess kostnaðar sem nú er talinn fram sem framlag Íslands til þróunarmála er rekstrarkostnaður Íslenzku friðargæzlunnar. Ætla mætti að sá kostnaður ætti eins vel heima undir hinum nýja fjárlagalið varnarmála. En yrði hann fluttur þannig milli málaflokka skapaðist enn stærra gat í framlögin til þróunarmála. Það hníga því mörg rök að því að framlög Íslands til þróunarmála vaxi til muna á komandi árum. En hafa ber í huga, að til að það fé sem lagt er til slíkra mála skili áþreifanlegum árangri þarf að velja verkefnin vel sem féð rennur til. Það er því heldur engin ástæða til að rasa um ráð fram. Á undanförnum árum hefur Þróunarsamvinnustofnun safnað dýrmætri reynslu af þróunarstarfi í nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku. Það er rétt að byggja á þeirri reynslu og bera sig jafnframt eftir því að nýta krafta annarra Íslendinga sem aflað hafa sér menntunar og reynslu á þessu sviði - sem og annarra þjóða sem við getum átt í samstarfi við um einstök þróunarsamvinnuverkefni. Tækifærin eru mörg, það þarf bara að vinna rétt úr þeim til að framlag Íslands skili sér í áþreifanlegum framförum þar sem þeirra er brýnust þörf. Neyð hinna þurfandi kallar á að Íslendingar taki sér verulegt tak í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sú áherzla á efld tengsl Íslands við Afríku, sem kom fram í nýafstaðinni Afríkuferð utanríkisráðherra, er rétt og æskileg. Í Afríku eru mörg af fátækustu og vanþróuðustu löndum heims, sem þurfa mest á því að halda að hinar aflögufærari þjóðir heims leggi þeim lið í að komast á framfarabraut. En það er líka útbreiddur misskilningur, að eymd og volæði sé ríkjandi alls staðar í þessari stóru álfu. Það er mikill munur á þróunarstigi, öryggisástandi og velmegun milli landa innan álfunnar. Ísland hefur, stærðar sinnar vegna, skiljanlega takmarkaða getu til að leggja eitthvað áþreifanlegt af mörkum til þróunaraðstoðar. En sem ein ríkasta þjóð heims ber Íslendingum jafnframt siðferðisleg skylda til að gera það. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að koma þróunaraðstoð Íslendinga upp í 0,35 prósent af þjóðartekjum árið 2009, en það er aðeins helmingur af því marki sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt hinar ríku þjóðir heims til að leggja af mörkum. Frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum hafa staðið sig þjóða bezt í að ná þessu markmiði. Svíþjóð, Noregur og Danmörk ætla sér öll að leggja 0,8 prósent þjóðarframleiðslunnar í þróunaraðstoð. Á þessu var vakin athygli í liðinni viku, er kynnt var áfangaskýrsla um svokölluð Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem leiðtogar samtakanna settu sér árið 2000 að ná fyrir árið 2015. Sú endurskoðun sem er í gangi á lögum um Þróunarsamvinnustofnun er liður í því að efla framlag Íslands til þróunarmála. En þar sem þjóðartekjurnar hafa vaxið hratt á undanförnum árum hafa framlögin til þróunarmála átt af þeim völdum erfitt með að vaxa í takt við þær. Utanríkisráðherra er vandi á höndum. Fyrir liggur að útgjöld til varnarmála munu stóraukast er Ísland yfirtekur reksturinn á ratsjárstöðvunum („Íslenzka loftvarnakerfinu") nú í ágúst, og boðað hefur verið að útgjöld til varnarmála birtist í fyrsta sinn sem sérstakur útgjaldaliður á fjárlögum í haust. Bara rekstur ratsjárkerfisins gæti kostað um 800 milljónir á ári. Þar fyrir utan hefur utanríkisþjónustan sætt gagnrýni fyrir það hve dýr hún er í rekstri. Nú bætist það við, að hækka umtalsvert framlögin til þróunarmála. Stór hluti þess kostnaðar sem nú er talinn fram sem framlag Íslands til þróunarmála er rekstrarkostnaður Íslenzku friðargæzlunnar. Ætla mætti að sá kostnaður ætti eins vel heima undir hinum nýja fjárlagalið varnarmála. En yrði hann fluttur þannig milli málaflokka skapaðist enn stærra gat í framlögin til þróunarmála. Það hníga því mörg rök að því að framlög Íslands til þróunarmála vaxi til muna á komandi árum. En hafa ber í huga, að til að það fé sem lagt er til slíkra mála skili áþreifanlegum árangri þarf að velja verkefnin vel sem féð rennur til. Það er því heldur engin ástæða til að rasa um ráð fram. Á undanförnum árum hefur Þróunarsamvinnustofnun safnað dýrmætri reynslu af þróunarstarfi í nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku. Það er rétt að byggja á þeirri reynslu og bera sig jafnframt eftir því að nýta krafta annarra Íslendinga sem aflað hafa sér menntunar og reynslu á þessu sviði - sem og annarra þjóða sem við getum átt í samstarfi við um einstök þróunarsamvinnuverkefni. Tækifærin eru mörg, það þarf bara að vinna rétt úr þeim til að framlag Íslands skili sér í áþreifanlegum framförum þar sem þeirra er brýnust þörf. Neyð hinna þurfandi kallar á að Íslendingar taki sér verulegt tak í þessum efnum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun