Galdrafár um alla Reykjavík 15. júlí 2007 09:30 Rúnar Logi Ingólfsson og Baldur Helgason hafa málað glæsilegt Harry Potter listaverk á glugga Máls og Menningar sem mun eflaust byggja upp spennu hjá þeim sem bíða æstir eftir næstu bók. Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur í verslanir á föstudaginn og mikill spenningur er kominn í aðdáendur bókanna. Gluggi bókabúðarinnar Máls og Menningar er orðinn ansi myndarlegur enda hafa tveir efnilegir listamenn tekið sig til og málað á þá mynd af Potter. Starfsmenn búðarinnar, þeir Baldur Helgason og Rúnar Logi Ingólfsson, skreyttu gluggana en báðir eru þeir útskrifaðir úr Listaháskóla Íslands. „Það er svona þegar maður vinnur með hæfileikaríku fólki þá reynir maður að ná því sem þau kunna fram,“ segir Elsa María Ólafsdóttir verslunarstjóri búðarinnar. „Við gerðum þetta fyrst fyrir tveimur árum síðan enda erum við svo heppin að hafa fjölhæfa starfsmenn í vinnu. Þeir tóku um það bil einn dag í að mála og úr varð þetta líka dásamlega listaverk.“ Eflaust munu myndast stórar raðir hjá bókabúðum á föstudaginn eins og fyrri útgáfudaga bókanna og hyggst Mál og Menning ekki láta viðskiptavinum leiðast. „Þetta er langur og strangur dagur fyrir fólkið í röðinni og við ætlum að reyna að skemmta því og gefa þeim í gogginn. Hérna mætir eldgleypir um kvöldið og við höfum líka rætt við Fjölleikahúsið í Mosfellsbæ en einnig verðum við með spurningakeppni sem ætti að mynda góða stemningu. Ætli þýðandinn verði svo ekki fremstur í röðinni?“ segir hún og hlær. Verslunin Nexus hefur opnað nýja heimasíðu helgaða galdradrengnum og nýjustu bókinni en slóðin er www.harrypotter.is.Ótrúlegar vinsældir Fimmta kvikmyndin um Harry Potter er nú komin í kvikmyndahús.Starfsmenn Nexus gera einnig ráð fyrir mikilli aðsókn og fjöri í röðinni en fólk er hvatt til að mæta í búningum og skemmta sér og öðrum. Auk þess stendur verslunin fyrir teiknikeppni í tilefni útgáfunnar. Íslensk útgáfa af bókinni er væntanleg þann 15. nóvember en það er Helga Haralsdóttir sem sér um þýðinguna eins og áður. „Hún er orðin mjög spennt að fá bókina eins og flestir en við erum að fara af stað með stórkostlega forsölu í gegnum netbúð Hagkaupa á www.hagkaup.is,“ segir Þorgerður Agla Magnúsdóttir hjá Bókaútgáfunni Bjarti. „Forsalan byrjar á miðvikudaginn en þeir sem ná sér í bók þar fá hana senda heim til sín viku fyrr en hún kemur í búðir, eða þann 8. nóvember. Auk þess verður happdrætti í gangi fyrir þá sem kaupa hana í forsölu, óvæntur glaðningur fyrir þá fimmtíu fyrstu og alls kyns Harry Potter húllumhæ.“ Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur í verslanir á föstudaginn og mikill spenningur er kominn í aðdáendur bókanna. Gluggi bókabúðarinnar Máls og Menningar er orðinn ansi myndarlegur enda hafa tveir efnilegir listamenn tekið sig til og málað á þá mynd af Potter. Starfsmenn búðarinnar, þeir Baldur Helgason og Rúnar Logi Ingólfsson, skreyttu gluggana en báðir eru þeir útskrifaðir úr Listaháskóla Íslands. „Það er svona þegar maður vinnur með hæfileikaríku fólki þá reynir maður að ná því sem þau kunna fram,“ segir Elsa María Ólafsdóttir verslunarstjóri búðarinnar. „Við gerðum þetta fyrst fyrir tveimur árum síðan enda erum við svo heppin að hafa fjölhæfa starfsmenn í vinnu. Þeir tóku um það bil einn dag í að mála og úr varð þetta líka dásamlega listaverk.“ Eflaust munu myndast stórar raðir hjá bókabúðum á föstudaginn eins og fyrri útgáfudaga bókanna og hyggst Mál og Menning ekki láta viðskiptavinum leiðast. „Þetta er langur og strangur dagur fyrir fólkið í röðinni og við ætlum að reyna að skemmta því og gefa þeim í gogginn. Hérna mætir eldgleypir um kvöldið og við höfum líka rætt við Fjölleikahúsið í Mosfellsbæ en einnig verðum við með spurningakeppni sem ætti að mynda góða stemningu. Ætli þýðandinn verði svo ekki fremstur í röðinni?“ segir hún og hlær. Verslunin Nexus hefur opnað nýja heimasíðu helgaða galdradrengnum og nýjustu bókinni en slóðin er www.harrypotter.is.Ótrúlegar vinsældir Fimmta kvikmyndin um Harry Potter er nú komin í kvikmyndahús.Starfsmenn Nexus gera einnig ráð fyrir mikilli aðsókn og fjöri í röðinni en fólk er hvatt til að mæta í búningum og skemmta sér og öðrum. Auk þess stendur verslunin fyrir teiknikeppni í tilefni útgáfunnar. Íslensk útgáfa af bókinni er væntanleg þann 15. nóvember en það er Helga Haralsdóttir sem sér um þýðinguna eins og áður. „Hún er orðin mjög spennt að fá bókina eins og flestir en við erum að fara af stað með stórkostlega forsölu í gegnum netbúð Hagkaupa á www.hagkaup.is,“ segir Þorgerður Agla Magnúsdóttir hjá Bókaútgáfunni Bjarti. „Forsalan byrjar á miðvikudaginn en þeir sem ná sér í bók þar fá hana senda heim til sín viku fyrr en hún kemur í búðir, eða þann 8. nóvember. Auk þess verður happdrætti í gangi fyrir þá sem kaupa hana í forsölu, óvæntur glaðningur fyrir þá fimmtíu fyrstu og alls kyns Harry Potter húllumhæ.“
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira