Slæm samheldni 18. júlí 2007 05:00 Umræður um nýja eigendur Hitaveitu Suðurnesja hafa kallað fram ólíkt pólitískt tungutak. Hugtakið einkavæðing er helsta bitbeinið. Í ljósi þess að hér er að stærstum hluta til um einokunarrekstur að ræða er eðlilegt að spurningarmerki séu sett um einkavæðingu. Af tungutaki þessarar umræðu mætti ætla að djúpstæður hugmyndafræðilegur ágreiningur ríkti um hvort ætti að vera í fyrirrúmi: Arðsemi orkufyrirtækjanna eða þeir hagsmunir heimila að fá orku á kostnaðarverði. Raunveruleg afstaða einstakra stjórnmálaflokka bendir á hinn veginn til að býsna góð samheldni hafi verið um að setja hagsmuni neytenda skör neðar en arðsemishagsmuni orkufyrirtækjanna. Fyrst er á það að líta að allir stjórnmálaflokkar í landinu, utan Frjálslyndi flokkurinn, hafa átt aðild að sölu á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja til einkafyrirtækis. Þetta hefur ýmist gerst í gegnum aðild að ríkisstjórn eða meirihluta í einstökum sveitarfélögum sem hlut eiga að máli. Lög um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur voru samþykkt árið 2001 að beiðni þáverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Frumvarpið var samþykkt ágreiningslaust á Alþingi. Í lögunum eru fátækleg ákvæði um vernd neytenda eða kaupenda þjónustunnar. Á hinn bóginn eru í lögunum skýr ákvæði um að gjaldskrá skuli ákveðin þannig að fyrirtækið skili eðlilegum arði af eigin fé. Í athugasemdum er gerð grein fyrir nauðsyn þess að arðsemiskröfur séu gerðar eins og um væri að ræða fyrirtæki á almennum og frjálsum samkeppnismarkaði. Ennfremur kveða lögin á um að fyrirtækið skuli auk orkuframleiðslu og sölu stunda iðnþróun, nýsköpun og hvers kyns viðskipta- og fjármálastarfsemi. Þessu víðtæka hlutverki hefur fyrirtækið sinnt kappsamlega með óbeinni skattlagningu á neytendur og ábyrgð skattborgaranna. Allar ákvarðanir þar að lútandi hafa verið teknar fyrir luktum dyrum með sama hætti og í fyrirtækjum á markaði. Almennar reglur um meðferð skattpeninga og opinbera þátttöku í atvinnurekstri hafa þótt úreltar að mati þeirra sem um hafa vélað. Sams konar lagaákvæði gilda um einokunarrekstur Hitaveitu Suðurnesja. Allir þingflokkar bera ábyrgð á þessari skipan mála. Satt best að segja verður ekki séð að þessi opinberu einokunarfyrirtæki hafi snúið annarri hlið að neytendum en venjuleg einkafyrirtæki. Nýr borgarstjóri í Reykjavík hefur að sönnu lýst því yfir að opinber fyrirtæki af þessu tagi eigi ekki að vera þátttakendur í almennum samkeppnisrekstri. Í samræmi við það rifti Orkuveitan samningsáformum þar að lútandi í fyrra og í ráði er að draga hana út úr áður umdeildri fyrirtækjafjárfestingu. Þrátt fyrir þessa stefnubreytingu hefur Orkuveitan undir núverandi stjórn tekið nokkrar nýjar ákvarðanir um aðild að samkeppnisrekstri. Eftir sem áður verður ekki séð að rök standi til að nota hitaveituskattpeninga Reykvíkinga til skólastarfs á Miðnesheiði, sinna félagslegum verkefnum fyrir íbúa í Reykjanesbæ eða vera grundvöllur samkeppnismismununar í orkusölu til stóriðju. Verð á heitu vatni er hærra en það þyrfti að vera vegna of mikillar samheldni um þetta skipulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Umræður um nýja eigendur Hitaveitu Suðurnesja hafa kallað fram ólíkt pólitískt tungutak. Hugtakið einkavæðing er helsta bitbeinið. Í ljósi þess að hér er að stærstum hluta til um einokunarrekstur að ræða er eðlilegt að spurningarmerki séu sett um einkavæðingu. Af tungutaki þessarar umræðu mætti ætla að djúpstæður hugmyndafræðilegur ágreiningur ríkti um hvort ætti að vera í fyrirrúmi: Arðsemi orkufyrirtækjanna eða þeir hagsmunir heimila að fá orku á kostnaðarverði. Raunveruleg afstaða einstakra stjórnmálaflokka bendir á hinn veginn til að býsna góð samheldni hafi verið um að setja hagsmuni neytenda skör neðar en arðsemishagsmuni orkufyrirtækjanna. Fyrst er á það að líta að allir stjórnmálaflokkar í landinu, utan Frjálslyndi flokkurinn, hafa átt aðild að sölu á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja til einkafyrirtækis. Þetta hefur ýmist gerst í gegnum aðild að ríkisstjórn eða meirihluta í einstökum sveitarfélögum sem hlut eiga að máli. Lög um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur voru samþykkt árið 2001 að beiðni þáverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Frumvarpið var samþykkt ágreiningslaust á Alþingi. Í lögunum eru fátækleg ákvæði um vernd neytenda eða kaupenda þjónustunnar. Á hinn bóginn eru í lögunum skýr ákvæði um að gjaldskrá skuli ákveðin þannig að fyrirtækið skili eðlilegum arði af eigin fé. Í athugasemdum er gerð grein fyrir nauðsyn þess að arðsemiskröfur séu gerðar eins og um væri að ræða fyrirtæki á almennum og frjálsum samkeppnismarkaði. Ennfremur kveða lögin á um að fyrirtækið skuli auk orkuframleiðslu og sölu stunda iðnþróun, nýsköpun og hvers kyns viðskipta- og fjármálastarfsemi. Þessu víðtæka hlutverki hefur fyrirtækið sinnt kappsamlega með óbeinni skattlagningu á neytendur og ábyrgð skattborgaranna. Allar ákvarðanir þar að lútandi hafa verið teknar fyrir luktum dyrum með sama hætti og í fyrirtækjum á markaði. Almennar reglur um meðferð skattpeninga og opinbera þátttöku í atvinnurekstri hafa þótt úreltar að mati þeirra sem um hafa vélað. Sams konar lagaákvæði gilda um einokunarrekstur Hitaveitu Suðurnesja. Allir þingflokkar bera ábyrgð á þessari skipan mála. Satt best að segja verður ekki séð að þessi opinberu einokunarfyrirtæki hafi snúið annarri hlið að neytendum en venjuleg einkafyrirtæki. Nýr borgarstjóri í Reykjavík hefur að sönnu lýst því yfir að opinber fyrirtæki af þessu tagi eigi ekki að vera þátttakendur í almennum samkeppnisrekstri. Í samræmi við það rifti Orkuveitan samningsáformum þar að lútandi í fyrra og í ráði er að draga hana út úr áður umdeildri fyrirtækjafjárfestingu. Þrátt fyrir þessa stefnubreytingu hefur Orkuveitan undir núverandi stjórn tekið nokkrar nýjar ákvarðanir um aðild að samkeppnisrekstri. Eftir sem áður verður ekki séð að rök standi til að nota hitaveituskattpeninga Reykvíkinga til skólastarfs á Miðnesheiði, sinna félagslegum verkefnum fyrir íbúa í Reykjanesbæ eða vera grundvöllur samkeppnismismununar í orkusölu til stóriðju. Verð á heitu vatni er hærra en það þyrfti að vera vegna of mikillar samheldni um þetta skipulag.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun