Brauðmolabisness bæjarstjórans 20. júlí 2007 05:45 Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar