ArtFart hefst í annað sinn 27. júlí 2007 06:45 Ásgerður G. Gunnarsdóttir segir aðalmarkmið artFart að skapa vettvang fyrir ungt fólk í sviðslistum. fréttablaðið/hörður Sviðslistahátíðin artFart hefst um helgina, með frumsýningu á dansverkinu Moment Seen í Tjarnarbíói. Samband ungra sviðslistamanna stendur að hátíðinni, sem hóf göngu sína í fyrra. Tilurð artFart er nátengd sumarstarfi Hins hússins. „Í fyrra voru mörg okkar í skapandi sumarstarfi Hins hússins. Við vorum flest að fara að frumsýna verk á svipuðum tíma, og fannst sniðugt að skella þessu saman undir ein regnhlífasamtök, sem eru artFart,“ útskýrði Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem heldur utan um hátíðina í ár ásamt þeim Karli Ágústi Þorbergssyni, Sigurði Arent Jónssyni og Hannesi Óla Ágústsyni. „Okkur langaði að þróa hátíðina áfram og búa til vettvang fyrir ungt fólk í sviðslistum. Um leið virkar hátíðin hvetjandi á fólk,“ sagði Ásgerður. ArtFart vakti mikla athygli í fyrra, þegar hóparnir sem tóku þátt héldu til í húsi Ó. Jónsson og Kaaber verksmiðjunnar við Sæbraut. Í ár hefur Listaháskóli Íslands styrkt hátíðina og lánað þátttakendum húsnæði til æfinga og sýninga, sem allar fara fram í Smiðjunni, gamla nemendaleikhúsi skólans að Sölvhólsgötu. ArtFart hefur jafnframt hlotið styrki frá Reykjavíkurborg og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Þátttakendur í hátíðinni eru um sjötíu í ár, en sýningar eru fimmtán. Þar má meðal annars geta frumsýningar á leikritinu Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole, og uppsetningu á verkinu Bubbi kóngur. Í ár verður bryddað upp á nýjungum í formi vinnustofu og málfundar. „Erna Ómarsdóttir verður með vinnustofu í byrjun ágúst, og svo aftur í lok mánaðar. Hún er fyrir fólk í sviðslistageiranum, en ekki eingöngu þá sem taka þátt í hátíðinni,“ útskýrði Ásgerður. Þá sér Karl Ágúst Þorbergsson um málfund um tilraunir í listum 12. ágúst næstkomandi. Danshópurinn Samyrkjar ríður á vaðið á artFart og sýnir verkið Moment Seen, við undirleik stórhljómsveitarinnar Tepokans, í Tjarnarbíói klukkan 20 á morgun og sunnudagskvöld. Hópurinn samanstendur af sex dönsurum frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð og mun hann sýna verkið í Moderna Dansteatern í Stokkhólmi um verslunarmannahelgina. Nánari upplýsingar um dagskrá artFart og miðasölu má nálgast á vefsíðunni www.myspace.com/artfarticeland og í síma 8217987. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sviðslistahátíðin artFart hefst um helgina, með frumsýningu á dansverkinu Moment Seen í Tjarnarbíói. Samband ungra sviðslistamanna stendur að hátíðinni, sem hóf göngu sína í fyrra. Tilurð artFart er nátengd sumarstarfi Hins hússins. „Í fyrra voru mörg okkar í skapandi sumarstarfi Hins hússins. Við vorum flest að fara að frumsýna verk á svipuðum tíma, og fannst sniðugt að skella þessu saman undir ein regnhlífasamtök, sem eru artFart,“ útskýrði Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem heldur utan um hátíðina í ár ásamt þeim Karli Ágústi Þorbergssyni, Sigurði Arent Jónssyni og Hannesi Óla Ágústsyni. „Okkur langaði að þróa hátíðina áfram og búa til vettvang fyrir ungt fólk í sviðslistum. Um leið virkar hátíðin hvetjandi á fólk,“ sagði Ásgerður. ArtFart vakti mikla athygli í fyrra, þegar hóparnir sem tóku þátt héldu til í húsi Ó. Jónsson og Kaaber verksmiðjunnar við Sæbraut. Í ár hefur Listaháskóli Íslands styrkt hátíðina og lánað þátttakendum húsnæði til æfinga og sýninga, sem allar fara fram í Smiðjunni, gamla nemendaleikhúsi skólans að Sölvhólsgötu. ArtFart hefur jafnframt hlotið styrki frá Reykjavíkurborg og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Þátttakendur í hátíðinni eru um sjötíu í ár, en sýningar eru fimmtán. Þar má meðal annars geta frumsýningar á leikritinu Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole, og uppsetningu á verkinu Bubbi kóngur. Í ár verður bryddað upp á nýjungum í formi vinnustofu og málfundar. „Erna Ómarsdóttir verður með vinnustofu í byrjun ágúst, og svo aftur í lok mánaðar. Hún er fyrir fólk í sviðslistageiranum, en ekki eingöngu þá sem taka þátt í hátíðinni,“ útskýrði Ásgerður. Þá sér Karl Ágúst Þorbergsson um málfund um tilraunir í listum 12. ágúst næstkomandi. Danshópurinn Samyrkjar ríður á vaðið á artFart og sýnir verkið Moment Seen, við undirleik stórhljómsveitarinnar Tepokans, í Tjarnarbíói klukkan 20 á morgun og sunnudagskvöld. Hópurinn samanstendur af sex dönsurum frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð og mun hann sýna verkið í Moderna Dansteatern í Stokkhólmi um verslunarmannahelgina. Nánari upplýsingar um dagskrá artFart og miðasölu má nálgast á vefsíðunni www.myspace.com/artfarticeland og í síma 8217987.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira