Ris bullunnar 14. ágúst 2007 04:00 Vinsælustu brandarar allra tíma virðast fela í sér skilgreiningar á muninum á körlum og konum. Þið vitið, sniðugheit á borð við: Ef þú spyrð konu til vegar þá segir hún þér hvaða verslanir eru á leiðinni, ef þú spyrð karlmann til vegar þá miðar hann við krárnar. Sjálf hef ég enga tölu á því hve oft ég hef lesið skens af þessu tagi í skemmtiblöðum. Þó hef ég aldrei kannast sérstaklega við kynjamuninn. Grandaleysi mitt gagnvart þessum greinilegu ólíkindum kynjanna stafar ef til vill aðeins af því að ég er ekki sérlega næm á fínni blæbrigði lífsins. Þó hef ég tileinkað mér kreddur um knattspyrnuáhugamenn sem ég taldi á sínum tíma ómögulegt að losna við. Kreddufullur hugur minn hefur haldið því fram að aðeins klæmnir og bjórþyrstir karlmenn í bolum frá Íslenskri erfðagreiningu hefðu raunverulegan áhuga á enska boltanum. Í gegnum árin hef ég velt því fyrir mér hvers vegna allt breytist nema íþróttir. Lýsingar íþróttaþula hafa að vísu orðið fræðilegri með hverju árinu og stuttbuxurnar hafa síkkað, mér til mikillar armæðu. Ég hélt að fátt væri jafn rígbundið við staðalímyndir og flest það sem tengist fótboltanum. Allt hefði verið afmiðjað, afbyggt og orðræðan umskrifuð með tilkomu póstmódernismans fyrir utan allt það sem tengdist vinsælustu íþróttagrein veraldar. Nú hef ég komist að því að það var öldungis rangt hjá mér. Boltabullur eru líkast til orðnar mýkstu menn samfélagsins. Það er í raun skammarlegt eftirtektarleysi af minni hálfu að hafa ekki kveikt á þessu fyrr. Fyrir leiki í HM síðasta sumar var rándýrum auglýsingahléum sjónvarpstöðvanna tröllriðið af fyrirtæki sem vildi hjálpa knattspyrnuáhugamönnum að ráða bót á risvandamáli. Þetta þótti mér frábært framtak. Risvandamál er þaggað en algengt vandamál karlmanna, svona rétt eins og þvagleki kvenna. Það er gott að rjúfa þögn um svona mál. Mér hefði þótt eðlilegra að mjúkir menn með menningarþætti hefðu hjálpað auglýsendum til að fá menn til að ráða bót á þessu viðkvæma vandamáli, allt í nafni upplýsingar, en það stafaði nú bara af fyrirframgefnum staðalímyndum mínum. Snemma í sumar gengu auglýsendur boltans svo skrefi lengra og sýndu okkur inn í heim óléttra karlmanna. Það var hjartnæmt að horfa á sláandi sannfærandi leik mjúkra manna með óléttukúlu. Táknrænasta skref kynuslans var þó stigið með því að hefja boltaáhorfið á sjálfan gleðidag homma og lesbía; skemmtilegasta degi ársins þar sem gömlum hugmyndum um mannlegt eðli er kastað fyrir róða af sviði fjölbreytileikans. Það var frelsandi tilfinning að ganga inn í hús á laugardaginn og berja augum glæsilega unga karlmenn sem saman voru komnir til að hvetja mennina sína á Englandi til dáða. Þó þeir gætu vart haft augun af skjánum höfðu þeir haft fyrir því að flagga gleðifánanum á svölunum ásamt fánum sinna eftirlætis fótboltaliða. Fátt er fallegra en að horfa á karlmann fagna marki með barn sitt í fanginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Vinsælustu brandarar allra tíma virðast fela í sér skilgreiningar á muninum á körlum og konum. Þið vitið, sniðugheit á borð við: Ef þú spyrð konu til vegar þá segir hún þér hvaða verslanir eru á leiðinni, ef þú spyrð karlmann til vegar þá miðar hann við krárnar. Sjálf hef ég enga tölu á því hve oft ég hef lesið skens af þessu tagi í skemmtiblöðum. Þó hef ég aldrei kannast sérstaklega við kynjamuninn. Grandaleysi mitt gagnvart þessum greinilegu ólíkindum kynjanna stafar ef til vill aðeins af því að ég er ekki sérlega næm á fínni blæbrigði lífsins. Þó hef ég tileinkað mér kreddur um knattspyrnuáhugamenn sem ég taldi á sínum tíma ómögulegt að losna við. Kreddufullur hugur minn hefur haldið því fram að aðeins klæmnir og bjórþyrstir karlmenn í bolum frá Íslenskri erfðagreiningu hefðu raunverulegan áhuga á enska boltanum. Í gegnum árin hef ég velt því fyrir mér hvers vegna allt breytist nema íþróttir. Lýsingar íþróttaþula hafa að vísu orðið fræðilegri með hverju árinu og stuttbuxurnar hafa síkkað, mér til mikillar armæðu. Ég hélt að fátt væri jafn rígbundið við staðalímyndir og flest það sem tengist fótboltanum. Allt hefði verið afmiðjað, afbyggt og orðræðan umskrifuð með tilkomu póstmódernismans fyrir utan allt það sem tengdist vinsælustu íþróttagrein veraldar. Nú hef ég komist að því að það var öldungis rangt hjá mér. Boltabullur eru líkast til orðnar mýkstu menn samfélagsins. Það er í raun skammarlegt eftirtektarleysi af minni hálfu að hafa ekki kveikt á þessu fyrr. Fyrir leiki í HM síðasta sumar var rándýrum auglýsingahléum sjónvarpstöðvanna tröllriðið af fyrirtæki sem vildi hjálpa knattspyrnuáhugamönnum að ráða bót á risvandamáli. Þetta þótti mér frábært framtak. Risvandamál er þaggað en algengt vandamál karlmanna, svona rétt eins og þvagleki kvenna. Það er gott að rjúfa þögn um svona mál. Mér hefði þótt eðlilegra að mjúkir menn með menningarþætti hefðu hjálpað auglýsendum til að fá menn til að ráða bót á þessu viðkvæma vandamáli, allt í nafni upplýsingar, en það stafaði nú bara af fyrirframgefnum staðalímyndum mínum. Snemma í sumar gengu auglýsendur boltans svo skrefi lengra og sýndu okkur inn í heim óléttra karlmanna. Það var hjartnæmt að horfa á sláandi sannfærandi leik mjúkra manna með óléttukúlu. Táknrænasta skref kynuslans var þó stigið með því að hefja boltaáhorfið á sjálfan gleðidag homma og lesbía; skemmtilegasta degi ársins þar sem gömlum hugmyndum um mannlegt eðli er kastað fyrir róða af sviði fjölbreytileikans. Það var frelsandi tilfinning að ganga inn í hús á laugardaginn og berja augum glæsilega unga karlmenn sem saman voru komnir til að hvetja mennina sína á Englandi til dáða. Þó þeir gætu vart haft augun af skjánum höfðu þeir haft fyrir því að flagga gleðifánanum á svölunum ásamt fánum sinna eftirlætis fótboltaliða. Fátt er fallegra en að horfa á karlmann fagna marki með barn sitt í fanginu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun