![Fréttamynd](/static/frontpage/images/bakari.jpg)
Karen Kjartansdóttir
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/49236534752BC31D44631573D70D776F6619FA781F46244B78B853A56E3801EB_308x200.jpg)
Stefnan sem fellur aldrei úr gildi
Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/FFEDB7DED3C81A19FD3B74D76B7BFCB3A35ED46C35C1A329EA77F129050510FE_308x200.jpg)
Gjald fyrir auðlindir
Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3ADC1AD74D6A82BCFAF94364FF01A5250876384E63E86E82CB973C6256F245E7_308x200.jpg)
Aflaheimildir til eins fyrirtækis í Færeyjum
Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/919A143655E65DCE2C4FDD8164AB1FF26E1C086A26A9837B91EC89CEFB9AC323_308x200.jpg)
Ópið
Það er svo dásamleg orka á Íslandi núna þegar allt er aftur að byrja að taka við sér.“ Þessu hélt vinkona mín, sem nýlega flutti frá Danmörku, fram um daginn án þess að nokkurrar kaldhæðni gætti í málrómi hennar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/919A143655E65DCE2C4FDD8164AB1FF26E1C086A26A9837B91EC89CEFB9AC323_308x200.jpg)
Hinn fyrsti makríll
Í ferð minni til Óslóar í vikunni hitti ég gamlan skólabróður minn sem dvalist hefur þar um nokkurt skeið. Hann þóttist forframaður, vildi kynna mig fyrir siðum þessara stóru frændþjóðar og krafðist þess að ég keypti makríl í dós
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/919A143655E65DCE2C4FDD8164AB1FF26E1C086A26A9837B91EC89CEFB9AC323_308x200.jpg)
Barbarískir skokkarar
Margir láta hlaupabylgjuna sem tryllir lýðinn víða um heim fara í taugarnar á sér. Hlauparar hlaupa líka í fötum sem leyna alltof litlu, hafa brenglaðan tónlistarsmekk, auk þess sem þeir virðast allir byrja að snýta sér á ferð án þess að nokkuð tissjú komi þar við sögu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/1089257BCE0FEE43FABEF1D63CE7CC16E973DBC051587B3BE0E1F6D664DE2B74_308x200.jpg)
Strumparúta Loga Bergmanns
Frá því ég tók fyrst eftir manninum mínum á sveitaballi fyrir austan fjall í lok tíunda áratugar síðustu aldar hefur mér þótt hann bera af öllum öðrum. Hann er vörpulegur, blíður og gáfaður - draumur sérhverrar konu. Þess vegna hef ég sætt mig við þá staðreynd að hann hefur engan smekk á bílum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/919A143655E65DCE2C4FDD8164AB1FF26E1C086A26A9837B91EC89CEFB9AC323_308x200.jpg)
Bakkelsi og svekkelsi
Ein systra minna er með sítt rautt hár, mjótt mitti, ávalar mjaðmir, bogadregnar augabrúnir og fallegar beinar tennur. Væri hún hryssa fengi hún hátt fyrir byggingu og gang.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/919A143655E65DCE2C4FDD8164AB1FF26E1C086A26A9837B91EC89CEFB9AC323_308x200.jpg)
Piltur og stúlka
Eftir sveitaball sem haldið var í Njálsbúð sumar eitt undir lok síðustu aldar móðgaðist ég. Þetta sumar var ég, eins og fjöldi annarra sunnlenskra ungmenna, að störfum í SS svo landinn fengi nægju sína af pylsum og grillmeti.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DBAFB96CB310AF7ADE1E9C0DDACFF6DC3D523528929D7FCBE93F8A531B07AB35_308x200.jpg)
Í leit að glötuðum tíma
Fyrstu önn mína í grunnskóla gekk ég í barnaskólann á Stokkseyri. Á miðjum vetri fluttu foreldrar mínir svo á Akranes þar sem pabbi hafði fengið betra skipspláss. Sumarið eftir fengum við systurnar að heimsækja krakkana á Stokkseyri aftur. Við féllum strax aftur í hópinn og skemmtum okkur hið besta.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DBAFB96CB310AF7ADE1E9C0DDACFF6DC3D523528929D7FCBE93F8A531B07AB35_308x200.jpg)
Uppáklædd eðla
Þegar ég leit í spegil í morgunskímunni um daginn sýndist mér ég sjá eðlu. Eitthvert skriðdýrslegt blik virtist vera í augum mér og svo virtist sem húðin hefði fengið á sig grænleitan blæ.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DBAFB96CB310AF7ADE1E9C0DDACFF6DC3D523528929D7FCBE93F8A531B07AB35_308x200.jpg)
Þingvallastjórnin
Vorið 2007 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við völdum. Ég man þá ljúfu tilfinningu sem greip mig við að sjá fréttaljósmyndir af formönnum flokkanna, þeim Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem höfðu hamast við að mynda stjórn á Þingvöllum, að kyssast undir bláum himni eins og samlynd hjón.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DBAFB96CB310AF7ADE1E9C0DDACFF6DC3D523528929D7FCBE93F8A531B07AB35_308x200.jpg)
Blessaðir peningarnir
Sumir vilja meina að Ísland hafi byggst upp fyrir misskilning. Landnám hafi hafist á hlýindaskeiði og þar sem landið var gróið gat hér þrifist blómlegt mannlíf með menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum í klaustrum og miklum samskiptum við útlönd.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/25B8C78128E86EFE3203C52E7CBFE3A545A2531E8AB465719092046E137720B6_308x200.jpg)
Skrælingjadraumar
Grænland er spennandi draumaland á hverfanda hveli í bókstaflegri merkingu. Þegar ég var yngri blundaði í mér draumur um að kynnast grænlenskum veiðimanni og njóta ásta með honum í snjóhúsi á hjara veraldar á meðan vindurinn geisaði um hjarn en norðurljós dönsuðu á himni í köldum bjarma starandi stjarna. En nóg um það. Þessi draumur blundar ekki lengur í brjósti mér en hugsanlegt er að eitthvað eimi enn af honum í undirmeðvitundinni, í það minnsta hlusta ég fremur mikið á grænlensku útvarpsstöðina Kalaallit Nunaata Radioa í gegnum snjallsímann minn þótt ég skilji ekki orð (kannski er það þess vegna sem ég þoli við).
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/FD6D34B8D726FA87ABD0809CFD58FB3D676E2A0B279571F48480363DAD3E826E_308x200.jpg)
Kvennahlaupið og ófrjósemi fortíðar
Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/07C73B37A8900D64DE5D40CAFFEDAC906E506BEC54744133F3D6167B5E9080D3_308x200.jpg)
Gæði norrænna guma
Í miðbænum má oft sjá ljóshærðan mann ganga með barnavagn um stræti. Á göngu minni um rústir aðalverslunargötu bæjarins sé ég hann nær undantekningalaust og virði hann fyrir mér, enda heldur óalgengt að sjá karlmann einan á gangi með vagn þótt við búum í jafnréttissamfélagi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/07C73B37A8900D64DE5D40CAFFEDAC906E506BEC54744133F3D6167B5E9080D3_308x200.jpg)
Smá sannindi og góð
Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/07C73B37A8900D64DE5D40CAFFEDAC906E506BEC54744133F3D6167B5E9080D3_308x200.jpg)
Gamansögur kreppunnar
Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4B8C0F912A58A166F88E1CD79BF0D9592B9F174D26458F77220B20886D0D428D_308x200.jpg)
Olíulausa landið
Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna."
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/74D3B979307FC1654C53555AFFFDD5B23B23A1AC9A461963C7F6194E07959F4B_308x200.jpg)
Jólakettir
Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EA4E7B6D80C4A89FE0CF0F79937C6C7491BBDC724B8F0FA129B686BA083C198E_308x200.jpg)
Ljómi sjálfsblekkingarinnar
Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EA4E7B6D80C4A89FE0CF0F79937C6C7491BBDC724B8F0FA129B686BA083C198E_308x200.jpg)
Góðærisbörn og kreppubörn
Ég eignaðist son minn um svipað leyti og Björgólfur eignaðist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hógværð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistaratöktum sínum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EA4E7B6D80C4A89FE0CF0F79937C6C7491BBDC724B8F0FA129B686BA083C198E_308x200.jpg)
Blind og geld
í október var Davíð Oddsson seðlabankastjóri spurður að því í Kastljósi hvort til greina kæmi að hann léti af embætti. Því svaraði Davíð: „Það hefur enginn nefnt það við mig en ég hef bara svona séð þetta en ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt."
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/07C73B37A8900D64DE5D40CAFFEDAC906E506BEC54744133F3D6167B5E9080D3_308x200.jpg)
Gókunningjar lögreglunnar
Lögreglumenn á mótorhjólum er eitt þeirra fyrirbrigða sem fimm ára syni mínum þykir mikið til koma í veröldinni. Vikuleg gönguferð okkar mæðginanna úr Vesturbænum og niður í miðbæ um helgina var því alveg sérlega ánægjuleg.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4B8C0F912A58A166F88E1CD79BF0D9592B9F174D26458F77220B20886D0D428D_308x200.jpg)
Styttur bæjarins
Allt fram í lok september snerist helsta þrætuefni þjóðarinnar um það hvort reisa ætti styttu af Tómasi Guðmundssyni Reykjavíkurskáldi. Sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon,
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EA4E7B6D80C4A89FE0CF0F79937C6C7491BBDC724B8F0FA129B686BA083C198E_308x200.jpg)
Stjarnvísindamenn
Ólafur Ragnar sem Íslendingar kynntust fyrst í þáttunum Næturvaktinni er drengur góður. Manni finnst óskiljanlegt að hægt sé að níðast á jafn hrekklausri sál eins og Georg Bjarnfreðarson, Nígeríusvindlarinn og pervertinn hún Gugga gera. Einhverra hluta vegna skellihlæja áhorfendur að óhamingju hans.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/9F8ED3D39385E92DA38F9726A7B6F776B895B10FB8A5DDACBF1C5C7B5B1A10CE_308x200.jpg)
Fjalla-Jónar segja pors
Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EA4E7B6D80C4A89FE0CF0F79937C6C7491BBDC724B8F0FA129B686BA083C198E_308x200.jpg)
Síli og laxar
Við árbakka úti á landi er hægt að veiða síli. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það afskaplega litlir og ómerkilegir fiskar sem skipta þó sköpum í lífríkinu. Fækki þeim fækkar stærri fiskum og fuglum sem á þeim nærast. Systur mínar stunduðu eitt sinn hornsílaveiðar af kappi við ána. Það var þó úr vöndu að ráða þegar kom að því að nýta aflann og eitthvað fór það í taugarnar á móður minni að finna krukkur og fötur um húsið fullar af úldnu vatni og rotnuðum smáfiskum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/1CD62E2E5D99204E7DAC2CF24626DADB63075E15940E2ACF3A577B4DC6C4185E_308x200.jpg)
Rostungabanar og evra
Á vinnustað mínum starfar maður sem gefur sig út fyrir að vera mikið karlmenni. Máli sínu til stuðnings gortar hann oft af því að hafa farið í Smuguna, sálgað þar norskum þorski í tonnavís og vaknað í fangaklefum í tveimur löndum. Þá raupar hann oft um að fátt sé skemmtilegra að skjóta en sel, því ekki sé hægt að komast nær því að drepa mann.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/9F8ED3D39385E92DA38F9726A7B6F776B895B10FB8A5DDACBF1C5C7B5B1A10CE_308x200.jpg)
Skrímslaeyjan
Norðmaðurinn indverskættaði og aldni sem oft sólar sig á sama tíma og ég við sundlaugina á Spáni, krefst frétta af Íslandi á hverjum morgni. Í fyrstu hélt ég að um kurteisilegt hjal væri að ræða og blaðraði svona um helstu tíðindi sem ég hafði rekið augun í á netmiðlunum áður en ég fór út að flatmaga í sólinni.