Hinn fyrsti makríll Karen Kjartansdóttir skrifar 31. ágúst 2013 06:00 Í ferð minni til Óslóar í vikunni hitti ég gamlan skólabróður minn sem dvalist hefur þar um nokkurt skeið. Hann þóttist forframaður, vildi kynna mig fyrir siðum þessara stóru frændþjóðar og krafðist þess að ég keypti makríl í dós sem hann taldi eitt það norskasta sem hann gat hugsað sér. Þessu til sönnunar tilkynnti hann mér svo að hann ætti meira segja mynd af þremur heimamönnum að borða makríl upp úr dósum í hádegishléi. Þetta þótti mér ótrúlegt enda hafði mér alltaf verið sagt að makríll væri með lýsisbragði og ekki hæfur til átu, aðeins útlendingar myndu vilja borga fyrir þennan fisk, já og reyndar fremur hátt verð. Skemmst er frá því að segja að ég smakkaði þennan dósafisk og kolféll fyrir honum og leið eins og öfugum Quisling. Mér brá þegar skoðaði úrvalið hér heima af makríl og það rann upp fyrir mér að þrátt fyrir að Íslendingar standi í deilum við Evrópusambandið og Norðmenn vegna makrílveiða virðast þeir ekki hafa lært að borða hann. Makríll er samt ekkert svo nýr afli í veiðarfærum Íslendinga því í blaðinu Ísland sem kom út 28. júní 1898 segir meðal annars þetta. „Hinn 6. júní síðastl. veiddist 1 makríll í síldarnet í Keflavík… Það er í fyrsta skipti sem hans hefur orðið vart hér við land.“ Í blaðinu sagði einnig að makríllinn hefði verið gefinn Náttúrgripasafninu. Þetta þótti mér fyndið því þótt meira en öld sé liðin hafa Íslendingar hvorki lært að borða makríl né opnað Náttúrugripasafn. Ég velti því þá fyrir mér hvort ég væri bara svona ægilega smekklaus að vilja borða einhvern Norsarafisk sem væri að gera allt vitlaust í samskiptum Íslendinga við umheiminn. Rifjaðist þá upp fyrir mér æska mín í sjávarplássi fyrr á árum þegar þorskur þótti ekki nærri jafn góður og ýsa, skötuselur þótti ljótt óæti sem pabbi hirti þó af og til og þegar við fengum brauð með rækjusalati spari en brauð með humarsalati hversdags því hann var víst svo vondur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Í ferð minni til Óslóar í vikunni hitti ég gamlan skólabróður minn sem dvalist hefur þar um nokkurt skeið. Hann þóttist forframaður, vildi kynna mig fyrir siðum þessara stóru frændþjóðar og krafðist þess að ég keypti makríl í dós sem hann taldi eitt það norskasta sem hann gat hugsað sér. Þessu til sönnunar tilkynnti hann mér svo að hann ætti meira segja mynd af þremur heimamönnum að borða makríl upp úr dósum í hádegishléi. Þetta þótti mér ótrúlegt enda hafði mér alltaf verið sagt að makríll væri með lýsisbragði og ekki hæfur til átu, aðeins útlendingar myndu vilja borga fyrir þennan fisk, já og reyndar fremur hátt verð. Skemmst er frá því að segja að ég smakkaði þennan dósafisk og kolféll fyrir honum og leið eins og öfugum Quisling. Mér brá þegar skoðaði úrvalið hér heima af makríl og það rann upp fyrir mér að þrátt fyrir að Íslendingar standi í deilum við Evrópusambandið og Norðmenn vegna makrílveiða virðast þeir ekki hafa lært að borða hann. Makríll er samt ekkert svo nýr afli í veiðarfærum Íslendinga því í blaðinu Ísland sem kom út 28. júní 1898 segir meðal annars þetta. „Hinn 6. júní síðastl. veiddist 1 makríll í síldarnet í Keflavík… Það er í fyrsta skipti sem hans hefur orðið vart hér við land.“ Í blaðinu sagði einnig að makríllinn hefði verið gefinn Náttúrgripasafninu. Þetta þótti mér fyndið því þótt meira en öld sé liðin hafa Íslendingar hvorki lært að borða makríl né opnað Náttúrugripasafn. Ég velti því þá fyrir mér hvort ég væri bara svona ægilega smekklaus að vilja borða einhvern Norsarafisk sem væri að gera allt vitlaust í samskiptum Íslendinga við umheiminn. Rifjaðist þá upp fyrir mér æska mín í sjávarplássi fyrr á árum þegar þorskur þótti ekki nærri jafn góður og ýsa, skötuselur þótti ljótt óæti sem pabbi hirti þó af og til og þegar við fengum brauð með rækjusalati spari en brauð með humarsalati hversdags því hann var víst svo vondur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun