Kvennahlaupið og ófrjósemi fortíðar Karen Kjartansdóttir og Elísabet Margeirsdóttir skrifar 13. júní 2012 06:00 Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í maraþonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammistaða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurrar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúkdóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hversdagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi –í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áðurnefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marathon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirsson þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. Foreldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þessara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í maraþonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammistaða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurrar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúkdóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hversdagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi –í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áðurnefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marathon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirsson þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. Foreldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þessara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu."
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun