Gjald fyrir auðlindir Karen Kjartansdóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar