Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar 5. desember 2025 15:31 Þann 3. desember 2025 birtist grein í Klassekampen eftir norska hagfræðinginn Christian Anton Smedshaug. Þar lýsir hann sýn sinni á stöðu alþjóðamála – stöðu sem ekki er lengur hægt að tala um sem framtíðaráhættu, hún er þegar komin upp. Kína hefur á undanförnum áratugum byggt upp framleiðslu- og aðfangakerfi sem mótar verð, framboð og samkeppnisskilyrði um allan heim. Vesturlönd eru farin að finna fyrir afleiðingunum á öllum helstu sviðum iðnaðar og efnahags og hagkerfi þeirra þurfa að takast á við þetta með tilheyrandi sársauka. Gömul viðmið snúast upp í andhverfu sína Smedshaug dregur upp mynd af nýmerkantílísku hagkerfi þar sem Kína ver innlendan markað, niðurgreiðir framleiðslu, tryggir sér hráefni og heldur áfram að auka framleiðslugetu langt umfram eigin eftirspurn. Framleiðslan fer svo út á heimsmarkað á verði sem önnur ríki geta ekki keppt við. Þetta er ekki hefðbundin verðmyndun frjáls markaðar heldur markviss stefna stórveldis sem hefur breytt leikreglum alþjóðaviðskipta. Vesturlönd byggðu lengi vel – og ekki síst síðustu tvo áratugi – á þeirri hugmynd að þessi þróun myndi þjóna þeim áfram: ódýr innflutningur, stöðug verðbólga og víðtæk alþjóðavæðing. Nú eru þessi gömlu viðmið farin að snúast upp í andhverfu sína. Evrópa vaknar við vondan draum Þýskaland sýnir að þetta er kerfislæg umbreyting, ekki tímabundin sveifla. Samtök þýska iðnaðarins, BDI, segja að landið standi nú frammi fyrir dýpstu efnahagslægð frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þau spá því að iðnaðarframleiðsla dragist saman fjórða árið í röð og leggja áherslu á að um sé að ræða kerfisbundna hnignun. Forseti samtakanna, Peter Leibinger, bendir á samverkandi þætti: orkukostnað sem dregur úr samkeppnishæfni, veika eftirspurn á lykilmörkuðum, aukna samkeppni frá Kína á sviðum þar sem Þýskaland hafði áður yfirburði og breyttar forsendur í alþjóðaviðskiptum. Gamla útflutnings- og iðnaðarmódelið sem var burðarás Evrópu áratugum saman stendur ekki lengur undir sér. Kína hefur tekið forystu á mörgum sviðum sem byggja á orkuskiptum á meðan kolavélar og bensínhreyflar gömlu stórveldanna hökta. Þetta er staðfesting á því sem Smedshaug lýsir: Vesturlönd eru ekki að nálgast vandann – hann er þegar skollinn á. Ísland berskjaldað Kerfisbreytingin sem Smedshaug lýsir birtist einnig á Íslandi og má þar taka tvö dæmi – ólík að eðli, en af sömu rót – og bæði hafa verið í fréttum síðustu mánuði. Annars vegar stöðvaðist framleiðsla PCC BakkiSilicon, sem selur hreinan kísilmálm, vegna undirboðs frá Asíu og markaðsaðstæðna sem mótast af framleiðslustefnu Kína. Framleiðsla sem byggði á endurnýjanlegri orku og hágæða framleiðslutækni hefur einfaldlega ekki getað keppt við verð sem Kína heldur niðri með pólitískri stjórn og niðurgreiddri framleiðslu. Kæra PCC um undirboðsinnflutning barst í júní, en nú – rúmum átta mánuðum síðar – hefur verið skipuð samráðsnefnd til að taka málið formlega til rannsóknar. Hún mun meta hvort innflutningur á kísilmálmi frá Kína á tímabilinu 1. janúar 2024 til 30. júní 2025 hafi falið í sér undirboð eða ríkisstyrki og hvort það hafi valdið tjóni. Aðgerðin er nauðsynleg, en það að hún hafi tekið átta mánuði í gang segir sína sögu um tregðuna við að horfast í augu við nýjan veruleika. Hins vegar varð ELKEM á Grundartanga – sem framleiðir kísiljárn – fyrir beinum áhrifum af verndarráðstöfunum ESB sem tóku gildi í nóvember. Þessar ráðstafanir beinast í grunninn gegn kínverskri ofurframleiðslu, en ná samt yfir framleiðslu í EFTA-ríki sem er ekki aðili að sambandinu. Þetta er ekki rekstrarvandamál ELKEM heldur afleiðing þess að stærri ríki hafa þegar tekið upp eigin varnarreglur á sínum mörkuðum. Saman sýna þessi tvö dæmi hvernig Ísland lendir inni í sömu kerfisbreytingu og Smedshaug lýsir: annars vegar með beinum undirboðum frá Kína, hins vegar með varnarviðbrögðum annarra ríkja sem mótast af sama vanda. Bandaríkin bregðast hart við Í þessu samhengi er gagnlegt að horfa einnig til Bandaríkjanna. Þar hefur þróunin verið hröð og á köflum dramatísk. Tollar á kínverskar vörur, styrkir til innlendra framleiðslugreina, tilfærsla fjárfestinga til heimamarkaðar og tilraun til að draga úr kerfisbundnum yfirburðum Kína í lykilaðfangakeðjum eru ekki frávik frá greiningu Smedshaug; þau eru framkvæmd hennar. Hvort sem slíkar aðgerðir heita „America First“ eða „strategic autonomy“ breytir engu um kjarnann: ríki eru að verja eigin iðnaðargrunn og aðlaga sig að nýjum veruleika. Sameiginleg mynd Smedshaug, Þýskalands, Íslands og Bandaríkjanna er skýr: við búum ekki lengur í heimsviðskiptakerfi þar sem markaðurinn „leiðréttir sig sjálfur“. Kerfið sem byggði á ódýrum innfluttum vörum, stöðugum aðfangakeðjum og alþjóðavæðingu hefur breyst. Partíið er búið. Hver er þá heimsmyndin? Í staðinn er komið nýtt kerfi þar sem ríki verja eigin framleiðslu, eigin orkuöryggi og eigin atvinnugrunn – og gera það af nauðsyn, en ekki hugsjón. Ísland er ekki undanskilið. Við finnum þegar fyrir afleiðingunum og munum finna enn meira á næstu misserum. Grein Smedshaug er því ekki spurning um hvað gæti gerst. Hún er lýsing á veruleika sem er þegar farinn að móta líf og störf fólks í Evrópu – og hér á Íslandi. Augljóst er að endurskoða þarf stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og raforkusamninga Landsvirkjunar við stóriðjufyrirtæki – ef stjórnvöld taka ekki frumkvæði í því nú munu þau neyðast til að gera það síðar þegar eitt stóriðjuver af öðru hættir starfsemi hér á landi. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þann 3. desember 2025 birtist grein í Klassekampen eftir norska hagfræðinginn Christian Anton Smedshaug. Þar lýsir hann sýn sinni á stöðu alþjóðamála – stöðu sem ekki er lengur hægt að tala um sem framtíðaráhættu, hún er þegar komin upp. Kína hefur á undanförnum áratugum byggt upp framleiðslu- og aðfangakerfi sem mótar verð, framboð og samkeppnisskilyrði um allan heim. Vesturlönd eru farin að finna fyrir afleiðingunum á öllum helstu sviðum iðnaðar og efnahags og hagkerfi þeirra þurfa að takast á við þetta með tilheyrandi sársauka. Gömul viðmið snúast upp í andhverfu sína Smedshaug dregur upp mynd af nýmerkantílísku hagkerfi þar sem Kína ver innlendan markað, niðurgreiðir framleiðslu, tryggir sér hráefni og heldur áfram að auka framleiðslugetu langt umfram eigin eftirspurn. Framleiðslan fer svo út á heimsmarkað á verði sem önnur ríki geta ekki keppt við. Þetta er ekki hefðbundin verðmyndun frjáls markaðar heldur markviss stefna stórveldis sem hefur breytt leikreglum alþjóðaviðskipta. Vesturlönd byggðu lengi vel – og ekki síst síðustu tvo áratugi – á þeirri hugmynd að þessi þróun myndi þjóna þeim áfram: ódýr innflutningur, stöðug verðbólga og víðtæk alþjóðavæðing. Nú eru þessi gömlu viðmið farin að snúast upp í andhverfu sína. Evrópa vaknar við vondan draum Þýskaland sýnir að þetta er kerfislæg umbreyting, ekki tímabundin sveifla. Samtök þýska iðnaðarins, BDI, segja að landið standi nú frammi fyrir dýpstu efnahagslægð frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þau spá því að iðnaðarframleiðsla dragist saman fjórða árið í röð og leggja áherslu á að um sé að ræða kerfisbundna hnignun. Forseti samtakanna, Peter Leibinger, bendir á samverkandi þætti: orkukostnað sem dregur úr samkeppnishæfni, veika eftirspurn á lykilmörkuðum, aukna samkeppni frá Kína á sviðum þar sem Þýskaland hafði áður yfirburði og breyttar forsendur í alþjóðaviðskiptum. Gamla útflutnings- og iðnaðarmódelið sem var burðarás Evrópu áratugum saman stendur ekki lengur undir sér. Kína hefur tekið forystu á mörgum sviðum sem byggja á orkuskiptum á meðan kolavélar og bensínhreyflar gömlu stórveldanna hökta. Þetta er staðfesting á því sem Smedshaug lýsir: Vesturlönd eru ekki að nálgast vandann – hann er þegar skollinn á. Ísland berskjaldað Kerfisbreytingin sem Smedshaug lýsir birtist einnig á Íslandi og má þar taka tvö dæmi – ólík að eðli, en af sömu rót – og bæði hafa verið í fréttum síðustu mánuði. Annars vegar stöðvaðist framleiðsla PCC BakkiSilicon, sem selur hreinan kísilmálm, vegna undirboðs frá Asíu og markaðsaðstæðna sem mótast af framleiðslustefnu Kína. Framleiðsla sem byggði á endurnýjanlegri orku og hágæða framleiðslutækni hefur einfaldlega ekki getað keppt við verð sem Kína heldur niðri með pólitískri stjórn og niðurgreiddri framleiðslu. Kæra PCC um undirboðsinnflutning barst í júní, en nú – rúmum átta mánuðum síðar – hefur verið skipuð samráðsnefnd til að taka málið formlega til rannsóknar. Hún mun meta hvort innflutningur á kísilmálmi frá Kína á tímabilinu 1. janúar 2024 til 30. júní 2025 hafi falið í sér undirboð eða ríkisstyrki og hvort það hafi valdið tjóni. Aðgerðin er nauðsynleg, en það að hún hafi tekið átta mánuði í gang segir sína sögu um tregðuna við að horfast í augu við nýjan veruleika. Hins vegar varð ELKEM á Grundartanga – sem framleiðir kísiljárn – fyrir beinum áhrifum af verndarráðstöfunum ESB sem tóku gildi í nóvember. Þessar ráðstafanir beinast í grunninn gegn kínverskri ofurframleiðslu, en ná samt yfir framleiðslu í EFTA-ríki sem er ekki aðili að sambandinu. Þetta er ekki rekstrarvandamál ELKEM heldur afleiðing þess að stærri ríki hafa þegar tekið upp eigin varnarreglur á sínum mörkuðum. Saman sýna þessi tvö dæmi hvernig Ísland lendir inni í sömu kerfisbreytingu og Smedshaug lýsir: annars vegar með beinum undirboðum frá Kína, hins vegar með varnarviðbrögðum annarra ríkja sem mótast af sama vanda. Bandaríkin bregðast hart við Í þessu samhengi er gagnlegt að horfa einnig til Bandaríkjanna. Þar hefur þróunin verið hröð og á köflum dramatísk. Tollar á kínverskar vörur, styrkir til innlendra framleiðslugreina, tilfærsla fjárfestinga til heimamarkaðar og tilraun til að draga úr kerfisbundnum yfirburðum Kína í lykilaðfangakeðjum eru ekki frávik frá greiningu Smedshaug; þau eru framkvæmd hennar. Hvort sem slíkar aðgerðir heita „America First“ eða „strategic autonomy“ breytir engu um kjarnann: ríki eru að verja eigin iðnaðargrunn og aðlaga sig að nýjum veruleika. Sameiginleg mynd Smedshaug, Þýskalands, Íslands og Bandaríkjanna er skýr: við búum ekki lengur í heimsviðskiptakerfi þar sem markaðurinn „leiðréttir sig sjálfur“. Kerfið sem byggði á ódýrum innfluttum vörum, stöðugum aðfangakeðjum og alþjóðavæðingu hefur breyst. Partíið er búið. Hver er þá heimsmyndin? Í staðinn er komið nýtt kerfi þar sem ríki verja eigin framleiðslu, eigin orkuöryggi og eigin atvinnugrunn – og gera það af nauðsyn, en ekki hugsjón. Ísland er ekki undanskilið. Við finnum þegar fyrir afleiðingunum og munum finna enn meira á næstu misserum. Grein Smedshaug er því ekki spurning um hvað gæti gerst. Hún er lýsing á veruleika sem er þegar farinn að móta líf og störf fólks í Evrópu – og hér á Íslandi. Augljóst er að endurskoða þarf stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og raforkusamninga Landsvirkjunar við stóriðjufyrirtæki – ef stjórnvöld taka ekki frumkvæði í því nú munu þau neyðast til að gera það síðar þegar eitt stóriðjuver af öðru hættir starfsemi hér á landi. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun