Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. júní 2025 14:59 Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun