Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 7. desember 2025 07:02 Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika. Ljóst er að útvega þarf börnum og ungmennum fleiri verkfæri til að standa vörð um eigin réttindi og réttindi annarra á stafrænum miðlum. Þessi skekkja verður enn alvarlegri í ljósi þess að stafrænt ofbeldi er sú tegund kynbundins ofbeldis sem eykst hvað hraðast í heiminum, en um helmingur stúlkna og kvenna hefur enga lagalega vernd gegn því. Dreifing mynda án samþykkis, hatursorðræða, kynferðisleg kúgun og niðrandi ummæli eru dæmi stafrænt kynbundið ofbeldi, sem líkt og annað ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og tækifæri ungs fólks til að þroskast eðlilega. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi er þess vegna hornsteinn flestra mannréttindasáttmála, m.a. Mannréttindayfirlýsingarinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA) verða mörg ungmenni fyrir stafrænu ofbeldi í fyrsta sinn á aldrinum 14-16 ára, þegar sjálfsmyndin er enn í mótun og þörfin fyrir skýrum mörkum og stuðningi er hvað mest. Það er því ekki nóg að vernda ungmenni gegn stafrænum hættum heldur þarf að kenna þeim að bera kennsl á þær og skilja hvernig bregðast megi við þeim. Börn og ungmenni þurfa að fá verkfærin til að vernda sig sjálf og ekki síður aðra. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að fullorðið fólk séu fyrirmyndir í þessum nýja veruleika. Ungt fólk lærir ekki aðeins af orðum, heldur einnig af því hvernig við hin tölum saman, deilum efni og sýnum virðingu í okkar eigin samskiptum. UN Women hefur bent á að einföld skilaboð um hvernig bregðast skuli við stafrænu ofbeldi hafa skýr áhrif á hversu líklegt fólk er til þess að verja aðra og hafna ofbeldisfullri hegðun á netinu. Það sem raunverulega skiptir máli er menningin sem við sköpum. Skólar sem vettvangur mannréttindafræðslu og lýðræðislegrar þátttöku Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun SÞ (UNSECO) undirstrikar mikilvægi skólasamfélagsins í vörnum gegn stafrænu ofbeldi. Ekki með bönnum og viðvörunum, heldur með menntun og tækifærum: Mannréttindafræðslu, gagnrýnni hugsun og lýðræðislegri þátttöku. Ísland, sem er oft talið vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðlegu sviði, er í einstakri stöðu til að skapa rými fyrir börn og ungt fólk þess að rækta þessa hæfni. Við erum stolt af því að vera land jafnréttis og friðar og því fylgja tækifæri, en jafnframt skyldur. Ef Ísland vill standa undir því að vera leiðandi á alþjóðavettvangi verðum við að fjárfesta í forvörnum og faglegri mannréttindafræðslu, bæði hér heima, í skólum, óformlegu námi, og annars staðar í samfélaginu. Í dag er óhugsandi að tala um framtíð menntunar án þess að tala um hnattræna borgaravitund, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. En hæfni á þessum sviðum er óaðskiljanleg frá því að vera góður stafrænn borgari. Stór hluti lífs barna og ungmenna fer fram á netinu. Þar eiga sömu réttindi að gilda og í raunheimum: Friðhelgi, öryggi, virðing og þátttaka. Stafræn borgaravitund snýst því ekki aðeins um tæknifærni heldur einnig um réttindavitund, gildi og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna getur mannréttindafræðsla verið brú milli réttinda í raunheimum og réttinda á netinu. Með henni lærir ungt fólk að greina á milli þess sem er rétt og rangt, virðingu og misrétti, mörk og samþykki. Mannréttindafræðsla er kjarninn í hnattrænni borgaravitund og stafrænni borgaravitund, sem í raun eru tvær hliðar af sama peningnum. Hvoru tveggja snýst um að ala upplýsta þátttakendur sem skapa réttlátt samfélag, hvar sem það er. 10. desember: Dagur mannréttinda Á alþjóðlegum degi mannréttinda minnumst við þess að mannréttindi eru ekki sjálfsögð, við verðum stöðugt að standa vörð um þau. Þau eru grunnstoðir sem við treystum á á hverjum degi. Ef við viljum stafrænt samfélag byggt á virðingu, frelsi og jafnrétti verðum við markvisst að efla vægi þessara gilda, ekki síst í öllu ungmennastarfi. Byrjum á því að skapa fleiri tækifæri fyrir börn og ungt fólk til þess að leiða veginn í átt að heilbrigðu stafrænu samfélagi, og tryggjum að fullorðið fólk sýni með eigin fordæmi hvaða gildi við viljum að þrífist í þessum rýmum. Þannig getum við öll talað fyrir, en ekki gegn, mannréttindum. Höfundar eru framkvæmdastjóri og kynningar- og fræðslustjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Yfirskrift alþjóðlega átaksins í ár er: Ending Digital Violence Against All Women and Girls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika. Ljóst er að útvega þarf börnum og ungmennum fleiri verkfæri til að standa vörð um eigin réttindi og réttindi annarra á stafrænum miðlum. Þessi skekkja verður enn alvarlegri í ljósi þess að stafrænt ofbeldi er sú tegund kynbundins ofbeldis sem eykst hvað hraðast í heiminum, en um helmingur stúlkna og kvenna hefur enga lagalega vernd gegn því. Dreifing mynda án samþykkis, hatursorðræða, kynferðisleg kúgun og niðrandi ummæli eru dæmi stafrænt kynbundið ofbeldi, sem líkt og annað ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og tækifæri ungs fólks til að þroskast eðlilega. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi er þess vegna hornsteinn flestra mannréttindasáttmála, m.a. Mannréttindayfirlýsingarinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA) verða mörg ungmenni fyrir stafrænu ofbeldi í fyrsta sinn á aldrinum 14-16 ára, þegar sjálfsmyndin er enn í mótun og þörfin fyrir skýrum mörkum og stuðningi er hvað mest. Það er því ekki nóg að vernda ungmenni gegn stafrænum hættum heldur þarf að kenna þeim að bera kennsl á þær og skilja hvernig bregðast megi við þeim. Börn og ungmenni þurfa að fá verkfærin til að vernda sig sjálf og ekki síður aðra. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að fullorðið fólk séu fyrirmyndir í þessum nýja veruleika. Ungt fólk lærir ekki aðeins af orðum, heldur einnig af því hvernig við hin tölum saman, deilum efni og sýnum virðingu í okkar eigin samskiptum. UN Women hefur bent á að einföld skilaboð um hvernig bregðast skuli við stafrænu ofbeldi hafa skýr áhrif á hversu líklegt fólk er til þess að verja aðra og hafna ofbeldisfullri hegðun á netinu. Það sem raunverulega skiptir máli er menningin sem við sköpum. Skólar sem vettvangur mannréttindafræðslu og lýðræðislegrar þátttöku Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun SÞ (UNSECO) undirstrikar mikilvægi skólasamfélagsins í vörnum gegn stafrænu ofbeldi. Ekki með bönnum og viðvörunum, heldur með menntun og tækifærum: Mannréttindafræðslu, gagnrýnni hugsun og lýðræðislegri þátttöku. Ísland, sem er oft talið vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðlegu sviði, er í einstakri stöðu til að skapa rými fyrir börn og ungt fólk þess að rækta þessa hæfni. Við erum stolt af því að vera land jafnréttis og friðar og því fylgja tækifæri, en jafnframt skyldur. Ef Ísland vill standa undir því að vera leiðandi á alþjóðavettvangi verðum við að fjárfesta í forvörnum og faglegri mannréttindafræðslu, bæði hér heima, í skólum, óformlegu námi, og annars staðar í samfélaginu. Í dag er óhugsandi að tala um framtíð menntunar án þess að tala um hnattræna borgaravitund, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. En hæfni á þessum sviðum er óaðskiljanleg frá því að vera góður stafrænn borgari. Stór hluti lífs barna og ungmenna fer fram á netinu. Þar eiga sömu réttindi að gilda og í raunheimum: Friðhelgi, öryggi, virðing og þátttaka. Stafræn borgaravitund snýst því ekki aðeins um tæknifærni heldur einnig um réttindavitund, gildi og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna getur mannréttindafræðsla verið brú milli réttinda í raunheimum og réttinda á netinu. Með henni lærir ungt fólk að greina á milli þess sem er rétt og rangt, virðingu og misrétti, mörk og samþykki. Mannréttindafræðsla er kjarninn í hnattrænni borgaravitund og stafrænni borgaravitund, sem í raun eru tvær hliðar af sama peningnum. Hvoru tveggja snýst um að ala upplýsta þátttakendur sem skapa réttlátt samfélag, hvar sem það er. 10. desember: Dagur mannréttinda Á alþjóðlegum degi mannréttinda minnumst við þess að mannréttindi eru ekki sjálfsögð, við verðum stöðugt að standa vörð um þau. Þau eru grunnstoðir sem við treystum á á hverjum degi. Ef við viljum stafrænt samfélag byggt á virðingu, frelsi og jafnrétti verðum við markvisst að efla vægi þessara gilda, ekki síst í öllu ungmennastarfi. Byrjum á því að skapa fleiri tækifæri fyrir börn og ungt fólk til þess að leiða veginn í átt að heilbrigðu stafrænu samfélagi, og tryggjum að fullorðið fólk sýni með eigin fordæmi hvaða gildi við viljum að þrífist í þessum rýmum. Þannig getum við öll talað fyrir, en ekki gegn, mannréttindum. Höfundar eru framkvæmdastjóri og kynningar- og fræðslustjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Yfirskrift alþjóðlega átaksins í ár er: Ending Digital Violence Against All Women and Girls.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun